Margrét Gnarr keppir um næstu helgi á Olympía mótinu

Margrét Gnarr keppir á Olympía mótinu í Las Vegas um næstu helgi. Þetta er stór stund því þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur keppandi vinnur sér inn keppnisrétt á þessu móti og vægast sagt stór stund í sögu líkamsræktarkeppna hér á landi. Þeir eru ófáir sem hafa rifið í lóðin í ræktinni og látið sig dreyma um að standa einn daginn á sviði á þessu stærsta atvinnumannamóti heims. Enn sem komið er er Margrét Gnarr eini íslenski keppandinn sem náð hefur svo langt að láta þann draum rætast. Áhugafólk um líkamsrækt ætti því að fylgjast vel með um helgina því spennan fer vaxandi og miðað við þær viðtökur sem Margrét hefur fengið hið vestra er full innistæða fyrir væntingum um gott gengi hennar.

Margrét Gnarr var í skemmtilegu viðtali hjá RXMuscle í gær þar sem hún spjallaði við Dave Palumbo um leiðina á Olympía mótið í Las Vegas en myndbandið fylgir með.