Margrét Edda Gnarr heimsmeistarari í módelfitness.
Margrét Edda Gnarr heimsmeistari í módelfitness. Ljósmynd: Brynjar Ágústsson, www.panorama.is

Margrét Edda Gnarr varð heimsmeistari í módelfitness í dag. Hún keppti í 32 manna flokki á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kiev í Úkraínu. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingur verður heimsmeistari í í fitness og því um risastór tímamót að ræða. Alls kepptu yfir 300 keppendur á mótinu í Kiev og auk Margrétar kepptu þrír aðrir íslenskir keppendur, þær Karen Lind Thompson, Olga Helena Ólafsdóttir og Auður Guðmundsdóttir. Karen Lind komst í 15 manna úrslit í sínum flokki en ekki liggur fyrir á þessari stundu í hvaða sæti hún lenti þar sem hún var ekki meðal sex efstu sem kepptu í úrslitum.  Jóhann Norðfjörð alþjóðadómari sem ennfremur er þjálfari þeirra Margrétar og Karenar er með þeim í för en hann segir íslendingana vera í skýjunum yfir þessum frábæra árangri.

Þess ber að geta að allir keppendurnir sem höfnuðu í þremur efstu sætunum á síðasta heimsmeistaramóti eru orðnir atvinnumenn í dag. Nú ber svo við að Margrét er fyrst íslendinga til þess að eiga kost á að sækja um að verða atvinnumaður á vegum IFBB Alþjóðasambands líkamsræktarmanna.

Fitnessfréttir koma út eftir helgi en daginn áður en Margrét Edda Gnarr hélt utan til keppni fór hún í forsíðumyndatöku fyrir blaðið. Blaðið verður birt hér á fitness.is á morgun, mánudag en meðfylgjandi er ein af myndunum sem Brynjar Ágústsson tók af Margréti við þetta tilefni.

Að sjálfsögðu óska Fitnessfréttir Margréti og öllum íslendingunum til hamingju með þennan frábæra árangur.

HMkiev2013_3 HMkiev2013_2

Karen, Margrét, Jóhann, Olga og Auður.
Karen, Margrét, Jóhann, Olga og Auður.