Við notum meiri orku þegar við göngum upp tröppur ef teknar eru tvær tröppur frekar en ein í hverju skrefi. Átakið er meira þegar teknar eru tvær tröppur og hraðinn meiri. Það er því mun skynsamlegra að taka stigann en lyftuna þegar þess er kostur. Það að ganga upp stiga er ágæt hreyfing og safnast þegar saman kemur. Hitaeiningabrennslan til lengri tíma er töluvert meiri ef stiginn er tekinn og tvö þrep í hverju skrefi, heldur en hinir kostirnir – lyftan eða ein trappa í einu.

Ef heildarbrennslan við að taka stiga í stað lyftu er skoðuð yfir árið er auðvelt að sjá að um er að ræða mikinn fjölda hitaeininga.

(Journal Strength and Conditioning Research, 24: 2558-2563, 2010)