Á aldrinum 40-60 ára missa flest okkar um 20% vöðvamassans. Vöðvatapið veldur lækkun í efnaskiptahraða, fitusöfnun, ójafnvægi í blóðsykurstjórnun og þegar á heildina er litið verri lífsgæðum. Lóðaþjálfun og öll viðnámsþjálfun hefur öfug áhrif. Eykur vöðvamassa, efnaskiptahraða og dregur úr fitusöfnun hjá miðaldra og öldruðu fólki. Æfingarnar auka ennfremur alla líkamlega getu, gönguhraða, sjálfstraust og andlega getu. Blóðsykurjafnvægi batnar, blóðfita minnkar, blóðþrýstingur lækkar og beinþéttni verður betri, minni líkur eru á bakvandamálum og vandamálum í liðum vegna gigtar. Lífsgæðin batna á flesta vegu. Lyftingar og lóðaæfingar virka því á heilsuna eins og draumalyfið án aukaverkana.

(Current Sports Medicine Reports, 11: 209-216, 2012)