Louisa HedemannNafn: Louisa Hedemann
Fæðingarár: 1991
Bæjarfélag: Garðabær
Hæð: 164
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna -168
Heimasíða eða Facebook: Www.facebook.com/louisahedemann
Atvinna eða skóli: Hárgreiðslunemi

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Sem krakki horfði ég uppá mömmu mína og pabba minn keppa í sit hvorri íþróttargreyninni – pabba var í kraftlyftingum og mamma í fitness og síðan vaxtarrækt þannig áhuginn fyrir líkamsrækt hefur alltaf verið mikill hjá mér. Mamma kenndi einnig aerobic þannig líkamræktarstöðin var eins og annað heimili fyrir mig.
Þessi brennandi áhugi hjá mér varð til að ég ákvað að reyna á þetta og fara í módel fitness.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Mamma mín er klárlega helsti stuðningsaðlinn minn. Þar sem ég hef ekki haft einkaþjálfara eða neinn til að sjá um matarprógramið hjá mér hefur mamma mín verið alveg ómissandi i gegnum þetta. Reynslan hennar og þolinmægði hefur hjálpað mér alveg svakaleg. Einnig hefur vinkonan mín Stine og bróðir minn Mikkel Andri verið mikil hjálp og stuðningur. Bæði tvö hafa svakalega áhuga á hollustu og líkamsrækt og hafa þau minnt mig á afhverju ég vil þetta á erfiðum dögum.
Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?: I niðurskurðinum hefur besta æfingarkefið fyrir mig verið brennsla á morgnana 6 sinnum í viku og lyftingar svo á kvöldin. Þar á milli æfi ég venjulega 6 sinnum í viku og helst á morgnana því þar hef ég helst orku. Ég er klárlega A-manneskja!

Hvernig er mataræðið?

Ég hef aldrei fylgt neinu matarprógrami – vikta bara allar hitaeiningar ofaní mig og borða skynsamlega.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Mysuprótín

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Ég nota syntrax vörurnar mikið bæði whey prótínið og casein prótinið þeirra. Wheyprótið fæ ég mér yfirleitt eftir æfingar og casinið fyrir svefn. Einnig kem ég mér ekki á fætur án aminó energy á morgnana. Ég tekk líka alltaf CLA með stærsta mál dagsins sem er yfirleitt í hádeginu.

Seturðu þér markmið?

Ég set mér alltaf markmið! Hef fullt af draumum og til að þeir rætast legg ég alltaf plan og markmið – þetta gerir sér ekki bara í íþróttum hjá mér einnig í öllu sem ég geri í lífinu.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Á erfiðum dögum hugsa ég til alla þá sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta og alla þá sem vilja mér vel – þetta er fólkið sem ég vil gera stolt af mér og standa á sviðinu fyrir.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Nathalia Melo og Christina Strøm

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Margrét Edda Gnarr

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Hafðu gaman að þessu .. Annars er þetta ekki þess virði! 🙂