Við notum líkamsþyngdarstuðul (BMI) til að meta heilsufarslega áhættu aukakílóa. Stuðullinn er notaður til að meta hvar þú stendur gagnvart kjörþyngd. Stuðullinn miðar við að ákveðið hlutfall sé á milli þyngdar og hæðar. Hann er líka ágætur til að meta heilsufarslega áhættu hjá venjulegu fólki sem hreyfir sig lítið. Það er reyndar ekki endilega venjulegt fólk sem hreyfir sig ekki. Í kjölfar líkamsræktarbyltingarinnar er orðið algengt að hreyfa sig og stunda líkamsrækt. Þeir sem æfa mikið ættu því að taka stuðlinum með smá fyrirvara. Ef vöðvamassi er nokkuð mikill er auðvelt að mælast á mörkum offitu.

Auðvelt er að reikna út líkamþyngdarstuðulinn (BMI=þyngd (kg) / hæð² (metrum).

Smelltu hérna til að reikna út stuðulinn.

Stuðullinn gerir engan greinarmun á vöðvum og fitu. Þar af leiðandi getur íþróttamaður sem er með töluverðan vöðvamassa mælst of feitur. Stuðullinn er ekki heldur mjög gagnlegur til að fylgjast með breytingum á formi. Viðbættur vöðvamassi fær sömu niðurstöðu og fita. Vafasamt er að nota stuðulinn á allt fólk vegna þess að lágvaxið fólk kemur oft illa út úr honum. Þannig ættu þeir sem eru lágvaxnir og þeir sem eru massaðir frekar að nota aðrar aðferðir eins og skinnklípur og mælingar til að fylgjast með breytingum fremur en líkamsþyngdarstuðulinn sem hannaður er fyrir venjulegt fólk.
(The New York Times, 15. apríl 2014)