Aftenging eða sundrun ákveðinna efnaskiptaferla er grundvöllurinn á bakvið orkuefnaskipti líkamans. Það þýðir að orka sem losnar við niðurbrot fitu, kolvetna eða prótína tengist öðrum ferlum eins og að mynda ATP (orkuríkt efni) eða koma kolvetnum og fitu í geymslu (fituforða).Aftenging eða sundrun þessara efnaskiptaferla á sér stað þegar orkan úr niðurbroti fæðu er losuð sem hiti í stað þess að breytast í ATP. Inni í hvatberum frumna eru sundrunarprótín eins og UCP1 sem breyta orku í hita. Allir hvatberar innihalda UCP1 prótínið en í svonefndri brúnni fitu er óvenju mikið af því. Í gegnum þróunina hefur mannslíkaminn komið sér upp þeirri aðferð að geyma fituforða og eins og sjá má á offituvandamálinu hefur það gengið vel. Sömuleiðis hefur þróast leið til þess að mynda hita með sundrun til þess að verja líkamann gegn kulda og ofkælingu. Fjöldi lyfjaframleiðenda horfa til þessarar staðreyndar í dag þegar þróun lyfja er annars vegar. Reynt er að hafa áhrif á ákveðin gen sem valda sundrun í frumum og auka þannig efnaskiptahraðann og brenna fitu. Talið er líklegt að þessi vitneskja komi til með að leiða til framleiðslu nýrra og áhrifaríkari lyfja gegn offitu í framtíðinni.
(International Journal of Obesity, 32, S32-S38, 2008)