Rannsóknir á dýrum og mönnum hafa sýnt að æfingar og mataræði fyrirbyggja offitu, jafnvel hjá þeim sem greinast með offitugenið.

Með sérstakri genagreiningu er hægt að finna svonefnt FTO genafrábrigði sem kallað hefur verið offitugenið. Skrifaðar hafa verið hástemmdar greinar um möguleikana sem þessi greining felur í sér og hefur því verið haldið fram að með þessari aðferði sé hægt að greina áhættu einstaklinga gagnvart offitu. Eflaust hefur sumum þótt ágætt að geta afsakað offituna út frá genunum. Stór alþjóðleg rannsókn sýnir hinsvegar að líkamsrækt eða hreyfing dregur úr áhrifum svonefnd offitugens um 27%. Lennert Veeman við Háskólann í Queensland í Ástralíu segir frá því í umsögn um rannsóknina að leit að offitugeninu sé tímasóun. Rannsóknir á dýrum og mönnum hafa sýnt að æfingar og mataræði fyrirbyggja offitu, jafnvel hjá þeim sem greinast með offitugenið. Ennfremur segir hann að leit að offitugeningu skili engum árangri í greiningu áhættuþátta gagnvart hjartasjúkdómum, sykursýki eða krabbameini. Ef þú borðar skynsamlega og hreyfir þig meira verður formið betra – sama hvað genin segja.

(Plos Medicine 8: vefútgáfa í nóvember 2011)