Veiðimynd

Hnébeygjan er tvímælalaust besta alhliða fótaæfingin sem hægt er að gera. Hún tekur á lærin og rassinn og krefst auk þess alhliða styrks í fjölda vöðva. Fótabekkur fyrir framan einangrar þó betur dropann sem svo kallast, en það er vöðvinn framan á lærinu. Hægt er að mæla átök vöðva í mismunandi æfingum og fótabekkur fyrir framan kom einna best út af nokkrum æfingum sem voru mældar fyrir þennan vöðva. Eftir að hafa mælt átökin í mismunandi tækjum hefur komið í ljós að tæki sem gera átakið sem lengst virka best. Það er því skynsamlegt að velja tæki sem gerir hreifinguna sem lengsta í hverri endurtekningu. Ef þú getur auðveldlega gengið í burtu eftir að hafa tekið lotu í fótabekk fyrir framan er greinilegt að þú hefur ekki gert nóg.

 

 

(Med. Sci Sports Exerc., 33: 1713-1725, 2001)