Kristjana Ösp Birgisdóttir
Kristjana Ösp Birgisdóttir

Nafn: Kristjana Ösp Birgisdóttir
Fæðingarár: 1973
Bæjarfélag: Akureyri
Hæð: 166
Þyngd: 59
Keppnisflokkur: Fitness kvenna +163, Fitness kvenna 35 ára+
Heimasíða eða Facebook: https://www.facebook.com/kristjana.o.birgisdottir
Atvinna eða skóli: Leikskólakennari

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég kkeppti fyrst um páskana 2006. Þá var ég að æfa í Vaxtarræktinni og Sigurður Gestsson kom að máli við mig og spurði hvort að ég hefði ekki áhuga á að vera með á Íslandsmótinu þá um páskana. Ég sló til og hef verið að keppa annars lagið síðan.

Keppnisferill:

Íslandsmót 2006 4. sæti
Bikarmót 2006 6. sæti
Bikarmót 2007 3. sæti
Íslandsmót 2010 2. sæti
Íslandsmót 2012 5. sæti

Hvaða mót eru framundan?

Ég er ekki með neitt ákveðið mót sem ég er að stefna á.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Ég er ekki með neina stuðningsaðila.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég lyfti 5 sinnum í viku hvort sem ég er að undirbúa mig fyrir fitnessmót eða ekki. Lyftingarplanið fæ ég hjá manninum mínum, Jóni Gunnarssyni og er það nokkurn veginn svona:

Dagur 1- Brjóst
Bekkpressa
Hallandi bekkpressa í Smith vél
Bekkpressa með handlóð
3×7 í vírum
Fluga

Dagur 2- Fætur
Hnébeygja með stöng
Stiff eða dedd
Fótacurl að framan
Fótacurl að aftan
Læravél
(Kálfar)

Dagur 3- Axlir
Axlapress með stöng – vél – eða á bekk
m/beint bak.
Handlóð upp og fram og snúa
Upptog m/stöng
Axlalyfta með handlóðum beint fram

Dagur 4
Þríhöfði
Þröngur bekkur
Stöng í vírum – olnboga þétt að líkama
Tricepvél – sitja öfugt og halla vel fram
Standandi m/handlóð fyrir aftan höfuð
Halla sér fram á bekk m/handlóð, olnboga
beint aftur og rétta úr og hægt til baka

Tvíhöfði
Bicep m/beina stöng eða EZ stöng
Bicep í vírum – sitjandi
Handlóð upp og snúa

Dagur 5-Bak
Niðurtog framan halda vítt
Róður sitjandi
Róður í róðravél með brjóst upp að púða, olnboga upp
Hippi – Bakfetta
Róður með annari hendi beint fram og beint aftur og snúa, horfa til hliðar og upp
Latsatog halda gleitt – halla sér fyrir framan, fara mjög aftarlega

Tek magaæfingar þegar ég er í stuði.

Ég hef nokkrum sinnum breytt um prógramm og æft meira hnébeygjur, réttstöðulyftu og bekk og það finnst mér mjög gott.

Hvernig er mataræðið?

Ég horfi mest í hitaeiningafjöldann og passa mig að halda mér við þær hitaeiningar sem ég er búin að ákveða. Ég borða þetta týpíska s.s. kjúkling, eggjahvítur, prótein, haframjöl, ávexti, kartöflur, létt jógúrt og skyr. Í byrjun niðurskurðartímabilsins byrja ég á ca 15-1600 hitaeiningum og minnka svo smátt og smátt þegar líða tekur á ofan í ca 1200 he.

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Ég tek CLA, ZMA, króm, brennslutöflur og drekk yfirleitt Amino energy yfir daginn.

Seturðu þér markmið?

Að ná að bæta mitt besta form. Stundum er það þannig að það tekst ekki en alltaf gaman þegar maður getur toppað sjálfan sig.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Maðurinn minn hvetur mig endalaust áfram á hverjum degi og heldur mér við efnið og það er alveg ómetanlegt.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Það er enginn einn keppandi í uppáhaldi en það eru svo margir flottir og glæsilegir.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Ég myndi segja Kristín Kristjánsdóttir, dugnaður hennar og ákveðni er alveg aðdáunarverður. Svo verð ég auðvitað að nefna manninn minn Jón bónda Gunnarsson kraftlyftingamann en hann hefur nokkrum sinnum stigið á svið og er alltaf jafn flottur.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Ég hlusta nú ekki alltaf á tónlist í ræktinni en þegar ég hlusta á eitthvað þá er það Bruce Springsteen sem verður fyrir valinu og annað gamalt rokk t.d. eins og Journey, Metallica, Guns n´Roses, Rammstein ofl.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Standa við matarræðið, vera dugleg á æfingum og skipuleggja sig.