Kristján Samúelsson sigraði á Grand Prix vaxtarræktar- og fitnessmóti sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Alls hafa íslendingar því unnið til fjögurra verðlauna á mótinu. Eitt gull, eitt silfur og tvö brons. Um 90 keppendur frá ýmsum löndum kepptu á mótinu.Kristján hafði töluverða yfirburði í sínum flokki sem var nokkuð fjölmennur, enda hefur Kristján verið í stöðugum framförum undanfarið ár. Það er því sérlega ánægjulegt að sjá hann ná þessum árangri eftir erfiðan undirbúning. Alls kepptu sjö íslendingar á Grand Prix mótinu í Svíþjóð og var árangurinn eftirfandir í stafrófsröð keppenda. Heiðar Ingi Heiðarsson 6. sæti í – 178 sm flokki í fitness. Heiðrún Sigurðardóttir 3. sæti í +163 sm flokki í fitness og 3 sæti í heildarkeppni í fitness. Kristján Samúelsson 1. sæti í + 178 sm flokki í fitness. Kristín Kristjánsdóttir 5. sæti í + 163 sm flokki í fitness. Magnús Bess Júlíusson. 3 sæti í – 100 kg flokki í vaxtarrækt. Sigurður Gestsson 2. sæti í flokki 40 ára og eldri í vaxtarrækt og 4 sæti í -90 kg flokki. Sólveig Thelma Eianrsdóttir 5 sæti í -163 sm flokki í fitness. Þessi árangur er frábær hvernig sem á það er litið og fullt tilefni til ofnotkunar hæsta stigs lýsingarorða eins og víða tíðkast. Við munum hinsvegar láta myndirnar tala sínu máli um leið og þær berast.
Heiðrún og Kristín með einum af „stærri“ keppendunum. Jerry Ossy frá Finnlandi.
Árangur Kristjáns er frábær í alla staði. Ef fitness væri boltaíþrótt væru allir fréttatímar fullir af umfjöllun um árangur hans á þessu alþjóðlega móti. En þar til við förum að boppa bolta verðum við á fitness.is og Fitnessfréttum að láta nægja að óska honum og öllum íslensku keppendunum til hamingju. Undanfarið hafa íslenskir keppendur staðið sig ótrúlega vel á þessum alþjóðlegu mótum sem þeir hafa sótt undanfarnar þrjár helgar á Norðurlöndunum en satt að segja hefur sáralítið verið fjallað um keppnirnar í fjölmiðlum þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar.
Þær stöllur Heiðrún Sigurðardóttir og Kristín Kristjánsdóttir greinilega fegnar að komast úr keppnisskónum.
Glaður hópur keppenda. Frá vinstri: Kristján Samúelsson, Heiðar Ingi Heiðarsson, Magnús Bess, Sigurður Gestsson, Kristín Kristjánsdóttir, Sólveig Thelma Einarsdóttir og Heiðrún Sigurðardóttir. Eins og sjá má á myndinni voru ekki bara eðalmálmar í verðlaun heldur ofvaxin súkkulaðistykki.

Sigurður í samanburði við Jerry Ossi sem sigraði í – 90 kg flokki. Jerry kemur til Íslands í sumar og ætla þeir Sigurður að æfa saman. Jerry hefur yfir mikilli reynslu að ráða og koma Sigurður og íslensku keppendurnir til með að fræðast mikið af reynslu þessa kappa sem er einn besti vaxtarræktarmaður í sinum þyngdarflokki. Hann keppir yfirleitt í undir 80 kg flokki.