Það leikur enginn vafi á því að kreatín er vinsælasta bætiefnið meðal íþróttamanna. Vísindamenn keppast við að rannsaka efnið og hafa fram til þessa ekki komið fram með fastmótaðar kenningar um það hvernig það virkar nema í grófum dráttum. Íþróttamönnum er líklega nokkuð sama þar sem ekki fer á milli mála í þeirra huga að það virkar.
Danskir vísindamenn komust nýlega að því að kreatín setur af stað ákveðna varnarvirkni sindurvara í vöðvafrumum. Þegar efnaskipti eiga sér stað myndast svonefndar lausar rafeindir í frumunum. Þær þjóna ákveðnu hlutverki í vöðvavexti en of mikið af lausum rafeindum veldur skemmdum á frumuhimnum, skemmir DNA erfðaefnið og bælir ónæmiskerfið.
Í dönsku rannsókninni voru áhrif kreatíns á svonefnda vöðva-örþræði rannsakað og kom í ljós að kreatín hafði eflandi áhrif á sindurvara. Kreatínið jók sömuleiðis kreatínfosfat í vöðvunum og reyndist auka vöðvamassa, styrk og þol í íþróttamönnum. Kreatínið reyndist einnig auka styrk og andlega getu í öldruðu fólki.

(Journal of the International Society of Sports Nutrition, vefútgáfa 7: 9, 2010)