proteinogkreatindollaÞað fer ekki á milli mála að kreatín er eitt af þeim bætiefnum sem vert er að eiga í skápnum. Það eykur vöðvamassa og þar með bæði styrk og kraft, eykur afkastagetu við erfiðar hlébundnar æfingar, viðheldur betur vöðvamassa þegar árin færast yfir, eykur einbeitingu og orku í daglegu starfi. Það hafa ófáar rannsóknir hampað þessu algenga bætiefni í gegnum tíðina en lítið sem ekkert neikvætt hefur verið skrifað um það enn sem komið er. Nú bæta vísindamenn frá Brasilíu í safnið og benda á að samkvæmt rannsókn sem þeir gerðu lækkar kreatín blóðþrýsting í hvíld um 3 mm kvikasilfurs hjá ungum fullorðnum karlmönnum sem er lækkun um nærri 10%. Kreatín jók einnig lífsþrótt blóðfrumna og þéttleika háræða. Það virkar með því að auka kreatínfosfat í frumum. Kreatínfosfat er mikilvægt fyrir orkubúskap frumna enda leikur það óbeint stórt hlutverk í orkumyndun þeirra.
(Nutrition, Journal 13: 115, 2014)