Nú segja vísindamenn að hið vinsæla bætiefni kreatín geti ofan á allt dregið úr heilaskemmdum eftir slys.
Vísindamenn við Háskólann í Kentucky segja að rottur sem fengu kreatín í fjórar vikur áður en þær urðu fyrir slysi hefðu orðið fyrir 50% minni heilaskemmdum en rottur sem voru á hefðbundnu mataræði. Rottur sem fengu kreatín einungis fimm dögum áður en þær urðu fyrir höfuðmeiðslum urðu ennfremur fyrir 36% minni heilaskemmdum en aðrar.
Prófessor Stephen Chef sem leiddi rannsóknina segir að niðurstöðurnar bendi sterklega til þess að íþróttamenn öðlist nokkurs konar taugavernd með því að taka kreatín.
Í rannsókninni kom ennfremur fram að líklegt sé að kreatín veiti ákveðna vernd gegn heilaskemmdum sem eiga sér stað nokkru eftir að slys hefur orðið  sem rekja má til þess að skemmdir verða í heilanum þegar stjórnun á kalkmagni hans raskast í kjölfar slyss. Kreatínið er hinsvegar talið eiga þátt í að halda kalkmagninu í réttu jafnvægi, sem dregur úr heilaskemmdum.
Vísindamennirnir leiða getgátum að því að íþróttamenn sem stunda ruðning, fótbolta eða boxarar geti haft gagn af því að taka kreatín til forvarnar en vilja ennfremur benda á að hætta sé á að það yrði misnotað óhóflega ef fólk færi að taka það til langframa.
(BBC News)