Konahlaupabretti2Vaxandi vísbendingar um að streita hafi áhrif á vaxtarlag okkar eru að koma fram á sjónarsviðið þessa dagana. Vísindamenn sem fylgdust með 432 konum í 15 ár voru nýlega að birta niðurstöður rannsóknar sem horfði til þess hvaða áhrif skapferli og streita hafði á aukakílóin og vaxtarlag.Konur sem oft eru reiðar, þunglyndar eða upplifa oft streitu eru tvöfalt líklegri en aðrar konur til þess að fá efnaskiptasjúkdóm sem hefur þau áhrif að líkaminn leitast við að geyma aukakílóin á kviðnum. Í dag er vitað að kviðfita hefur í för með sér meiri hættu á sykursýki og hjartasjúkdómum heldur en önnur fita. Vísindamennirnir sem stóðu að umræddri rannsókn halda því fram að neikvæðar tilfinningar örvi framleiðslu kortisól hormónsins í líkamanum. Ein aukaverkun þess er ofát og hægari efnaskipti. Í kjölfarið ráðleggja þeir fólki sem lifir streitufullu lífi að borða mikið af fiski, hnetum og mat sem inniheldur mikið af Omega-3 fitusýrum. Talið er að Omega-3 fitusýrur bæti skap og hafi jákvæð áhrif á hjartað.