Ýkt-niðurvaxnar klámmyndastjörnur hafa skapað nýtt heilkenni sem nefnist á enskunni „Small Penis Syndrome“ eða smálimsheilkenni. Karlmenn sem hafa horft full mikið klámmyndir með sérvöldum ýkt-niðurvöxnum stjörnum finnst minna til sín koma í kjölfarið. Þeir fá á heilann að limur þeirra sé of lítill og verða mjög meðvitaðir um þennan ímyndaða vanda. Dæmi eru um að karlmenn láti reyna á aðgerðir, krem, bætiefni, lim-æfingar og pumpur svo eitthvað sé nefnt. Þeir hinir sömu eru auðveld fórnarlömb auglýsinga á Internetinu sem lofa stærri lim gegn því að kaupa ákveðna vöru eða þjónustu.

Flestir karlmenn sem haldnir eru smálimsheilkenninu eru hinsvegar niður-vaxnir í meðallagi og því er um ímyndað vandamál að ræða.

Mjög fáir eru í ýkt-niðurvaxna flokknum. Smokkafyrirtækin hafa gert ýmsar rannsóknir til þess að meta limstærðir karlmanna og samkvæmt þeim er meðallimur 14,9 sm langur í fullri reisn. Tveir þriðjuhlutar karlmanna eru með lim á bilinu 12,9-15,7 sm langan en 17% karlmanna eru með lim sem er styttri en 11,43 sm.

Kynlífsvandamál karlmanna sem þjást af smálimsheilkenninu stafa yfirleitt frekar af lélegri félagslegri færni fremur en stuttum lim. Flestir ættu því að efla félagslega færni í samskiptum við hitt kynið í stað þess að liggja yfir limstækkunarauglýsingum á Internetinu.

(CNN.com, 21. Apríl 2011)