Vísindamenn frá Brasilíu hafa komist að því að hægt er að auka fjölda endurtekninga í æfingum með því að kæla vöðva á milli æfingalota með íspokum. Með því að kæla vöðvana næst meiri árangur í þeim æfingum sem byggjast á mörgum endurtekningum og miklu álagi eins og í millibilsæfingakerfum þar sem sama æfingin er æfð undir mismunandi álagi. Kælingin lækkar hitann í líkamanum og kælir vöðvana. Vöðvarnir vinna almennt betur í hóflegum hita á meðan þeir ná ekki að nýta orkuna eins vel þegar hitinn verður of mikill. Þreyta segir því fyrr til sín. Með því að halda hitanum í skefjum er hægt að æfa meira og ná meiri árangri.

(International Journal of Sports Phyciology and Performance, 6: 580-584,l 2011)