Jóhanna Jóhannesdóttir
Jóhanna Jóhannesdóttir

Nafn: Jóhanna Jóhannesdóttir
Fæðingarár: 1991
Bæjarfélag: Reykjanesbær
Hæð:: 174
Þyngd: 55
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna +171
Heimasíða eða Facebook: http://facebook.com/johanna.johannesdottir.91
Atvinna eða skóli: Hjúkrunarheimilið Hrafnista Hlévangur

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég fór aðeins að fylgjast með þessu sporti þegar ég fór að lyfta af viti og ákvað að fara og horfa á Bikarmótið 2013 og náði þetta til mín svo ég ákvað að keppa á Íslandsmótinu 2014 sem er mitt fyrsta mót.

Hvernig er mataræðið?

Matarprógrammið mitt eins og það var 2 vikum fyrir mót:

Morgunmatur: haframjöl,smá prótein og vatn.
Milli mál: 3 eggjahvítur og brokkolí.
Hádegismatur: 120gr kjúklingur og 70gr sætar kartöflur og vatn.
Milli mál: 3 eggjahvítur og brokkolí eða próteindrykk.
Kvöldmatur: 120gr kjúklingur og 70gr sætar kartöflur og vatn.
Kvöldsnarl: próteindrykk eða eggjahvítur.

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

Omni Mx hardcore frá Sci-Mx

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Ég hef verið að taka inn Omni Mx hardcore í uppbyggingu, 1 skeið í 300ml vatn 30 mín fyrir æfingu og svo strax eftir æfingu líka. Í niðurskurðinum þá nota ég Whey prótein eftir æfingar, blanda 1-2 skeiðar í 250-300ml vatn svo set ég einnig 1 skeið út á hafragrautinn á morgnanna.
Ég tek einnig inn CLA 3x á dag, 2 töflur á morgnanna og hádeginu svo fyrir svefninn.
BCAA aminósýrur á æfingum, það gefur extra boost á æfingunni.

Ég nota fæðubótarefnin frá Sci-Mx og hefur það hentað mér rosa vel og er mjög ánægð með þau!

Seturðu þér markmið?

Já en ég hef markmiðin mín raunhæf.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Vitandi það að það komi annar nammidagur eftir næsta hehe.
En annars bara að skoða sín markmið og sjá hvað maður hefur afrekað og náð því sem komið er og reyna bara vera jákvæður á lokasprettinum í undirbúningnum og taka bara einn dag í einu.
Ég reyni líka að halda mér upptekni svo ég fari ekki að hanga í eldhússkápunum, ég er vön því að ef mér leiðist þá borða ég,  svo hvatningin mín er einnig orkuboltinn sonur minn, það er nóg að gera í kringum hann og bara gaman.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Það eru engin sérstök, bara alskonar lög sem ég hlusta á meðan ég lyfti en það gefur alveg extra boost ef það er t.d prodigy eða þess háttar, svona sterk lög sem maður dettur alveg í gírinn.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Setja sér markmið!