_AAA4105 _AAA4226 _AAA5119 Ingrid_AAA4380 Ingrid Romero eignaðist tvíbura fyrir tíu mánuðum. Fimm mánuðum eftir fæðinguna fór hún í forsíðumyndatöku fyrir Fitnessfréttir hjá Arnold Björnssyni. Ingrid var ótrúlega fljót að komast í gott form eftir meðgönguna eins og sjá má á meðfylgandi myndum sem eins og áður sagði eru teknar einungis fimm mánuðum eftir fæðinguna.

Áður en hún varð ófrísk keppti hún að jafnaði sex sinnum á ári í módelfitness og starfaði sem módel. Ingrid var 26 ára þegar hún varð ófrísk og hafði skömmu áður sigrað Arnold Classic Amateur keppnina í Bandaríkjunum og landað fjölda fyrirsætusamninga.

Ingrid segir svo frá: ?„Þegar ég varð ólétt varð ég hrædd um að ferillinn væri á enda, en settist þá niður með eiginmanni mínum Joe DiScuillo sem rekur einkaþjálfarafyrirtæki og við spurðum okkur hvernig ég gæti náð öllum markmiðunum sem ég vildi ná. Ég vildi verða besta mamma í heimi og vera til staðar fyrir börnin en um leið ná ákveðnum markmiðum. Í dag rek ég þrjú fyrirtæki. Eitt þeirra snýst um að hjálpa keppendum að ná markmiðum sínum en ég er einnig með eigin fatalínu fyrir keppendur og líkamsræktarfólk sem ég sel í gegnum vefsíðuna mína www.ingridromero.com en framleiðslan fer fram heima og þannig næ ég að sameina vinnu og fjölskyldulíf.

Hvernig fórstu að því að komast svona fljótt í form eftir fæðinguna?
Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég hef tekið mig á. Fyrir nokkrum árum var ég 84 kg. Það var ekki fyrr en ég flutti til Mexíkó og síðan til Bandaríkjana að ég uppgötvaði líkamsrækt og heilbrigðan lífsstíl. Ég var fljót að komast í form eftir fæðinguna vegna þess að ég var í besta formi lífs míns þegar ég varð ófrísk. Staðreyndin er sú að ég keppti í fitness þegar ég komin tvo mánuði á leið án þess að vita af því.

Á meðgöngunni borðaði ég einungis hollan mat. Auðvitað langaði mig í eitt og annað en ég notaði óléttuna ekki sem afsökun til að leyfa mér hvað sem er. Ég gat ekki æft mikið á meðgöngunni vegna þess að ég var í áhættuhóp og var rúmliggjandi og varð því að passa mig á að missa mig ekki í mataræðinu. Ég gerði ýmsar breytingar á mataræðinu með næringu barnana í huga en hélt að mestu þeim matarvenjum sem ég var vön.

Hvað viltu ráðleggja konum sem eru að reyna að komast í form eftir meðgöngu?
Skipulag, skipulag, skipulag! Allt snýst um undirbúning og að setja sér markmið. Þegar ég varð ófrísk voru margir sem sögðu að líkaminn yrði aldrei samur. Ég hugsaði til margra annarra mæðra sem voru í góðu formi og það hvatti mig áfram. Þetta er ekki auðvelt. Það að gefa strákunum mínum að borða á þriggja tíma fresti og sinna eigin næringu, hafa tíma til að æfa og reka þrjú fyrirtæki er erfitt en vilji er allt sem þarf.
Eitt mikilvægasta ráðið sem ég get gefið konum í mínum sporum er að gleyma ekki að sinna sambandinu við makann. Taka frá tíma til að njóta þess að vera saman. Takið frí frá áhyggjunum af vinnunni, fáið barnapössun og farið út. Það er endurnærandi og gefur manni þá orku sem maður þarf til að halda áfram að stefna að markmiðunum. Það að vera móðir er tvímælalaust eitt erfiðasta starf sem til er en þrátt fyrir svefnlausar nætur og streitu er það vel þess virði.

[colored_box color=“eg. blue, green, grey, red, yellow“]Ljósmyndari: Arnold Björnsson
Stílisti: Nadia Tamimi
Makeup: Silla Makeup
Hár: Guðrún Þórdís
Aðstoð á setti: Eva Maren
Föt: Freydís Jónsdóttir, KISS Kringlunni og Ingrid Romero, ingridromero.com
Hugmyndasmiður og hönnun: Freydís Jónsdóttir[/colored_box]