Hnetur innihalda töluverða fitu og eru því frekar hitaeiningaríkar. Það er því ekki sérlega skynsamlegt að borða mikið af þeim þegar ætlunin er að léttast. Flestir næringarfræðingar mæla hinsvegar með hnetum fyrir þá sem ætla að léttast. Ástæðan er sú að hnetur eru mjög næringarríkar. Þær innihalda næringarefni og sindurvara sem draga úr líkunum á ýmsum hrörnunarsjúkdómum á borð við hjarta- og kransæðasjúkdómum og krabbameini.
Í umfangsmiklum lýðheilsurannsóknum hefur verið sýnt fram á samhengi á milli hnetuneyslu og fárra aukakílóa. Hnetur minnka hungurtilfinningu og eru seinmeltar. Melting þeirra er orkufrek og þannig auka þær óbeint brennslu, en þar sem þær eru fituríkar þarf að gæta þess að borða ekki of mikið af þeim.

(Asia Pacific Journal Clinical Nutrition, 19:137-141, 2010)