Karlar eins og leikararnir Sean Connery eða Russell Crowe eru ekki endilega þeir myndarlegustu sem fyrirfinnast, en konur laðast mun frekar að þeirra týpum heldur en horuðum og sætum strákum. Þetta er í það minnsta niðurstaðan í ástralskri rannsókn sem fór þannig fram að konur voru beðnar um að flokka ljósmyndir af karlmönnum eftir því hver þeim þótti karlmannlegur og hver ekki. Þeir sem voru álitnir mjög karlmannlegir voru ennfremur álitnir kynferðislega aðlaðandi a.m.k. fyrir þessar konur sem tóku þátt í rannsókninni. Athygli vakti að karlarnir sem þóttu mest karlmannlegir og kynæsandi voru heilsuhraustastir. Vísindamennirnir leiddu að því getum að ástæðan væri sú að konur hefðu nokkurs konar innbyggða löngun til að vilja maka sem er líklegastur til að búa til heilbrigð börn. Heilbrigðir karlmenn eru líklegri en aðrir til að búa til heilbrigð börn. Samkvæmt niðurstöðunum voru karlar sem voru heilbrigðir yfirleitt álitnir karlmannlegir, sem bendir til þess að hraustleikinn sé í hugum kvenna álitinn kynferðislega aðlaðandi.
(BBC News, 24, apríl, 2003)