Fæðingarþyngd barna hefur víðtæk áhrif á ýmsa þætti þegar líða tekur á lífið. Börn sem fæðast óvenju létt mælast að meðaltali með lægri greindarvísitölu, stríða frekar við lestrarörðugleika og berjast frekar við ýmis félagsleg vandamál þegar þau vaxa úr grasi. Há fæðingarþyngd er hinsvegar bendluð við offitu á kynþroskaaldri og fullorðinsaldri samkvæmt fyrstu kynningu á niðurstöðum kínsverskra vísindamanna. Kínverskir vísindamenn notuðu svonefnda safngreiningaraðferð til að vinna úr 33 rannsóknum og komust að því að fæðingarþyngd tengist offitu þegar líða tekur á ævina. Næring móður á meðgöngu hefur áhrif á heilbrigði barnsins samkvæmt niðurstöðum annarra rannsókna en þessi áhrif hafa ekki talist áhrifaþáttur fram til þessa.

Vísindamennirnir vildu þó taka fram og viðurkenndu að ef niðurstöður tveggja af þessum 33 rannsóknum væru teknar út úr greiningunni breyttust niðurstöðurnar á þann veg að ekki væri lengur hægt að sjá samhengi fæðingarþyngdar og offitu. Niðurstöður þessara tveggja rannsókna þóttu vafasamar vegna ósamhæfni við hinar rannsóknirnar og því líklegt að þessar niðurstöður séu óáreiðanlegar. Safngreiningaraðferðir (meta-analysis) til þess að meta sameiginleg áhrif margra rannsókna eru gagnlegar þar sem þær eiga við. Þegar rannsóknir eru hinsvegar ekki staðlaðar er ekki alltaf hægt að beita þessari annars gagnlegu aðferð.

(Obesity Reviews, 12:525-542, 2011)