Hafdís Elsa Ásbergsdóttir
Hafdís Elsa Ásbergsdóttir

Nafn: Hafdís Elsa Ásbergsdóttir
Fæðingarár: 1992
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 165
Þyngd: 58
Keppnisflokkur: Fitness kvenna unglinga, Ólympíufitness kvenna

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég hef alltaf æft íþróttir frá því ég man eftir mér og var í handbolta í 11 ár og æfði sund í 5 ár. á mínum yngri árum fór ég oft á bókasöfn eða í búðir og skoðaði þar blöð með stæltum konum sem stunduðu lyftingar. Ég hafði mikinn áhuga á því að líta út eins og þær þegar ég yrði stærri svo ég fór að fylgjast með fitnessmótum hérlendis í kringum 13-14 ára gömul. Upp frá því fór ég að stunda líkamrækt inn á stöð með handboltaæfingunum og fékk einkaþjálfara til þess að útvega fyrir mig lyftingaæfingakerfi og hjálpa mér með mataræði til þess að hefja byrjun í því sem ég hafði líka áhuga á.
Þegar ég var orðin 16 ára langaði mig að keppa á fyrsta mótinu mínu en ákvað að bíða með það í eitt ár í viðbót og keppti því fyrst 17 ára. Þar sá kærastinn minn um það að hjálpa mér með allan undirbúningi fyrir mót, og útkoman var mjög góð þrátt fyrir mitt fyrsta mót. Upp frá því hef ég haft gríðarlegan áhuga á öllu sem viðkemur, heilsusamlegu mataræði, lyftingum, og öllu því sem fylgir að búa til líkama eins og þú vilt að hann verði. Með því að æfa virkilega vel, hugsa vel um mataræðið og hafa jákvæðni og keppnisskapið meðferðis. Ég hef haft mikið keppnisskap frá því ég var ung og var mikil keppnismanneskja innan vallar í handboltanum og það fleytti mér oft áfram ásamt liðinu sjálfu. Svo er fitness einstaklingsíþrótt þar sem hver og einn hugsar um að gera sitt besta svo það hentar mjög vel fyrir mig að keppa í þessu sporti. Ég hef að vísu ekki alveg áhugann á fitness/figure þar sem mér finnst skemmtilegra að pósa með því að standa á tánum og sýna vöðvana, svo ég er virkilega ánægð með nýja flokkinn hér heima ólympíufitness kvenna, þar sem ég hef ekki haft áhuga á sjálfri vaxtarræktinni ekki langað að fara alla leið þangað, heldur er komin þessi flotti flokkur þar á milli þar sem ég tel mig geta haldið áfram að æfa og búa til flottan skrokk í þennan flokk þar sem við eigum að vera vel stæltar og kvenlegar í leiðinni.

Keppnisferill:

Unglinga fitness 1. sæti

Unglingafitness 3. sæti

Unglingafitness 3. sæti Arnold Classic

Unglingafitness 4. sæti

Hvaða mót eru framundan?

Íslandsmótið svo verða fleirri mót tekinn á árinu sennilega bikarmótið og eitthver 2 mót erlendis í kringum þann tíma.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Á vöðvauppbyggingartíma æfi ég 5 sinnum í viku. Ég lyfti 3 daga, frí einn, svo 2 daga, og frí einn. Ég tek axlir, brjóst, bak, fætur og handleggi. Svo tek ég léttar brennslu með. Fyrir mig til að bæta á mig vöðvum hefur virkað að taka litlu vöðvana frekar sjaldnar heldur en að lyfta þá oft í viku. Svo reyni ég að taka eins þungt og ég get en samt þannig að ég nái alltaf 10-12 endurtekningum.

Þegar ég undirbý mig fyrir mót byrja ég um 16 vikum fyrr að huga að aðeins hreinna mataræði en byrja 100% 12 vikum fyrr. Þá æfi ég tvisvar á dag sex daga vikunnar og tek einn hvíldardag og hann nýti ég í það að teygja,rúlla og slaka á.

Hvernig er mataræðið?

Í undirbúning fyrir mót er mataræðið þannig að ég borða prótín og kolvetni þrisvarr á dag og prótín og fitu í máltíðir á milli. Ég vel mér þá helst kjúkling og brún hrísgrjón eða sætar kartöflur svo drekk ég prótínhristinga á milli með hörfræolíu sem er góð fita. Eini sykurinn sem ég fæ mér er banani og hann borða ég eftir lyftingaræfingu. Mataræðið er einhæft en ég læt fylgja með því mikið grænmeti. Svo tek ég alltaf vítamín þá aðalega járn og fjölvitamín. Það sem ég klikka aldrei á í undirbúning fyrir mót er að fá mér mjólkurprótínbúðing .

Annars á öðrum tímum en 3 mánuði fyrir mót þá er mataræðið mjög svipað nema ég leyfi mér meiri kolvetni en góð kolvetni en held svo sósum og öllu því sem fylgir með matnum mínum sem ég leyfi mér ekki i niðurskurði. Svo eru nammidagarnir lausari.  Þá leyfir maður sér góðan mat og nammi. Ég er rosalega föst á að nammidagar séu á laugardögum, svo er gott að elda góðan mat á sunnudagskvöldum, t.d. lambalæri, bakaðar kartöflur og sósu og með því. Ég er mikil matarkona og finnst gott að njóta góðs matar ásamt eftirréttinum en þetta leyfi ég mér einu sinni í viku.

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Ég drekk alltaf blönduð prótín nema fljótvirkt mysuprótín eftir lyftingaæfingar. Svo ég kaupi þau á misjöfnum stöðum svo ég fái ekki leið á þeim. Ég tek 30 g af prótíni í hverri máltíð.  Ég tek ekki önnur bætiefni nema þá fær maður sér stundum „amino energy“ fyrir æfingar til þess að úthaldið aukist aðeins eða að orkan verði einfaldlega meiri .

Þegar ég er ekki i niðurskurði fæ ég mér stundum „gainer“ þar sem matarlystin er ekki eins mikil og í niðurskurði .

Seturðu þér markmið?

Ég set mér alltaf markmið. Ég hef alltaf tekið eitt og eitt markmið í einu. En markmið nr eitt tvö og þrjú er auðvitað alltaf það sama að verða betri en ég var seinast og ég hugsa mig mjög oft í gegnum æfingarnar áður en ég tek þær til þess að vera vel undirbúin fyrir æfingu því ég hugsa alltaf áður en ég fer á æfingu: Í dag ætla ég að taka betri æfingu en ég tók í gær.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Jákvæðni ,keppnisskapið, kærastinn minn og hundarnir mínir hjálpa mér að halda brosinu allann daginn 🙂

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Dana Lynn er ein af mínum uppáhalds svo eru hjónin Dorian Yates og Gal Yates í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

Uppáhaldskeppandinn minn heima er Kristín Kristjánsdóttir. Hún er svaka flott kona og ég lít mikið upp til hennar.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Ég hlusta á rokk þegar ég er að lyfta en danstónlist á brettinu.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Hætta velta sér uppúr því hvað aðrir eru að gera og miða sig ekki við aðra, heldur halda áfram að gera það sem maður er að gera og hafa trú á því . Með jákvæðni metnað áhuga og hörðum æfingum er allt hægt. Það tekur mörg % frá manni að pæla í öðrum í einstaklingsíþrótt. Það hefur sýnt sig með bestu íþróttamenn í heimi að þer hugsa ekki um andstæðinginn heldur hvað þeir ætla að gera á keppnisdag og hvað þeir leggja á sig til þess.