Veiðimynd

Vaxtarræktarmenn hafa árum saman æft einn og sama vöðvann með mismunandi æfingum til þess að ná að taka á honum á sem fjölbreytilegastan hátt. Þetta hafa þeir gert til þess að reyna að stækka mismunandi hluta sama vöðvans. Brjóstvöðvarnir eru t.d. gjarnan æfðir með því að taka bekkpressu fyrir miðjan vöðvan, hallandi bekkpressu til þess að taka á efri hluta brjóstvöðvans og öfugan hallandi bekk eða dýfur til þess að taka á neðsta hluta vöðvans. Sérfræðingar í líffærafræði hafa löngum sagt að þegar vöðvi tekur á þá herpist endar vöðvana saman og þræðirnir í vöðvanum dragist saman. Það að vaxtarræktarmenn æfðu eins og að ofan er lýst þótti sérfræðingunum fáviska vegna þess að lengst af hafa þeir talið að einn og sami vöðvinn tæki í raun bara á á einn hátt og það væri tímasóun að reyna að æfa ákveðin svæði sama vöðvans. EMG er gegnumlýsingartækni sem gerir kleift að gegnumlýsa vöðva og sjá hvaða vöðvaþræðir eru í átökum og hverjir ekki. Með þessarar tækni hennar hefur nú verið hægt að sýna fram á að vaxtarræktarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Að sögn Dr. Jose Antonio við Háskólann í Nebraska ættu vaxtarræktarmenn að gera nokkrar mismunandi æfingar fyrir hvern vöðvahóp til þess að ná sem mestum árangri.

 

 

(J. Strength Cond. Res., 14: 102-113, 2000)