Lengi vel hefur grænt te verið vinsælt sem megrunarte sem talið er bæta ástand blóðsykurs og hafa áhrif á efnaskipti fitu. Grænt te er langan veg frá því að vera galdraefni fyrir efnaskipti líkamans, en ýmislegt bendir til þess að það hjálpi til.Kevin Maki sem starfar við rannsóknamiðstöð í forvörnum (Provident Clinical Research) sem staðsett er í Bloomington í Indianafylki í bandaríkjunum. Hann stóð fyrir rannsókn á grænu tei sem sýndi fram á minni meginfitu á magasvæðinu, minni undirhúðarfitu á magasvæðinu og minni þríglýseríð (blóðfitu) í blóði þeirra sem drukku grænt te. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni drukku grænt te sem innihélt 625 mg af catechins og 39 mg af koffíni í 12 vikur. Samanburðarhópurinn drakk te sem innihélt ekki þessi efni. Báðir hóparnir stunduðu hóflega hreyfingu í 180 mínútur á viku.
Koffín og catechin, sérstaklega epigallocatechin-3-gallat, hraðar efnaskiptum og vinnur gegn fitusöfnun.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að kraftur unninn úr grænu tei örvi umbreytingu testósterón hormónsins í estrógen í fitufrumum. Ef þær niðurstöður reynast réttar sem leitt er líkum að í þessum rannsóknum, er ljóst að grænt te gæti dregið úr hraða vöðvauppbyggingar. Af ofangreindum niðurstöðum má ráða að grænt te hefur ákeðna kosti samfara hreyfingu gagnvart fitulosun, en þeir sem stefna á vöðvauppbyggingu ættu ef til vill að drekka það í hófi.
(Journal of Nutrition, 139: 264-270, 2009)