Svefnskortur hefur ekki eins mikil áhrif á líkamann eins og hugann segir í tímaritinu Bicycle Guide. Í hinni erfiðu reiðhjólakeppni þvert yfir Bandaríkin var ekki laust við að fætur keppendana héldu áfram að hjóla þegar vel var liðið á keppnina en hins vegar var hugurinn kominn út af laginu. Einn trúði því að geimverur hefðu yfirtekið líkama aðstoðarmanna sinna; annar hélt að kóngulóarvefur nuddaði andlit sitt og handleggi. Svona ofskynjanir virðast myndast þegar skortur verður á djúpum svefni. Jafnvel þótt líkaminn geti starfað nokkuð vel upp að 60 klukkustundum án svefns byrjar hið andlega ástand að versna eftir 18 – 20 svefnlausa tíma. Upp úr því fer skýrleiki hugans að hverfa. Sofið því vært fyrir líkama og sál.