Umhverfisstofnun heldur fræðslufund um fæðubótarefni þriðjudaginn 7. febrúar kl 14.00-16.30. Fundurinn er hugsaður fyrir framleiðendur, innflytjendur og aðra dreifingaraðila fæðubótarefna en er öllum opinn. Fjallað verður um helstu reglur um fæðubótarefni og hlutverk stofnana sem tengjast málaflokknum svo sem Umhverfisstofnunar, Embættis tollstjóra, Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Lyfjastofnunar. Að erindum loknum fara fram umræður.Framleiðendur, innflytjendur og aðrir dreifingaraðilar fæðubótarefna eru hvattir til að sækja fundinn og taka virkan þátt í umræðunum. Fundurinn er haldinn í húsnæði Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24. á 5 hæð.
Fundurinn er hugsaður fyrir innflytjendur/framleiðendur fæðubótarefna en er opinn öllum. Staðsetning: Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24, fimmta hæð 14.00-14.10 Opnun Elín Guðmundsdóttir forstöðumaður matvælasviðs Umhverfisstofnunar 14.10-14.30 Kynning á nýjum bæklingi Fæðubótarefni, Upplýsingar fyrir framleiðendur og innflytjendur. Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnun 14.30-14.40 Aðkoma Umhverfisstofnunar að málaflokknum, Brynhildur Briem, sérfræðingur. 14.40-14.50 Aðkoma Lyfjastofnunar að málaflokknum, Regína Hallgrímsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs. 14.50-15.0 Aðkoma Embættis Tollstjórans í Reykjavík að málaflokknum Hörður Davíð Harðarson, aðaldeildarstjóri. 15.00-15.15 Kaffi 15.15-15.25 Aðkoma Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga að málaflokknum, Helga Guðrún Bjarnadóttir, heilbrigðisfulltrúi matvælaeftirlits Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. 15.25-16.30 Umræður. Fyrirlesarar sitja fyrir svörum Fundarstjóri: Jónína Þ. Stefánsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnun.