Blóðfitumagnið er í hámarki eftir 20 mínútna þolþjálfun. Þessi vitneskja hefur orðið til þess að margir telja að menn brenni ekki fitu nema þeir æfi stöðugt að minnsta kosti lengur. Vísindamenn hafa einnig komist að því að þú brennir meiri fitu ef þú æfir á minna en 50% af hámarksátaki. En þýðir það að það borgi sig að æfa rólega lengur en í 20 mínútur. Nei, þetta er líklega ein helsta goðsögnin í æfingastöðvunum. Brennsla hitaeininga í æfingum sem ræðst af lengd og átaki segir til um það hversu mikla fitu þú losnar við. Ef þú æfir í 30 mínútur brennirðu fleiri hitaeiningum – og meiri fitu ef þú æfir á 80% átaki heldur en 40% átaki.

(HealthCentral, 29 júní, 2000)