Það verður fjölmennt í Austurbæ, gamla Austurbæjarbíói klukkan 20.00 á laugardagskvöld. Þá fer fram Bikarmót IFBB í fitness, módelfitness og vaxtarrækt þar sem allir helstu keppendur landsins mæta. Það er því spenna í loftinu og ljóst það þessu ætti áhugafólk um fitness ekki að missa af. Tæplega 30 keppendur keppa á mótinu en margir eru í sínu besta formi. Austurbæ, Snorrabraut 37 í Reykjavík Miðasala fer fram á www.midi.is og hægt er að fá miða á staðnum eftir kl 13.00. Ennfremur er hægt að panta miða í síma 551 4700. Miðaverð er kr 1500,-Kristín Kristjánsdóttir sem er að keppa í fitness á Bikarmótinu á laugardagskvöldið og Sigurður Gestsson sem keppir þar einnig í vaxtarrækt eru að stefna á heimsmeistarmót IFBB 11. nóvember. Mótið verður haldið á Sikiley á Ítalíu og má búast þar við hátt í 300 keppendum.