Sea (100)Íslendingar borða að meðaltali 93 kg af fiski á mann á ári. Evrópubúar borða að meðaltali 13 kg af fiski á ári, spánverjar 39 kg og japanir 63 kg. Í Bandaríkjunum hefur fiskneysla verið að dragast saman en þar er meðaltalið einungis 7 kg af fiski á mann og fer minnkandi. Sérfræðingar innan sjávarútvegsins telja að rekja megi samdráttinn til umræðu um kvikasilfursmagn í stórum fisktegundum og vandkvæða við að elda fisk. Mikill samdráttur hefur orðið hjá veitingastöðum sem leggja áherslu á fiskmeti, ekki síst vegna þess að flestir bandaríkjamenn borða ekki fisk heima hjá sér, heldur á veitingastöðum. Sjávarútvegsfyrirtæki eru að reyna að herma eftir kjúklingaframleiðendum sem hafa horft upp á 143% aukningu í sölu á undanförnum árum. Vandamálið virðist vera það í Bandaríkjunum að sjávarútvegsfyrirtækjum hefur ekki tekist með sannfærandi hætti að telja mönnum trú um að fiskur sé holl og heppileg matvara.
(The Wall Street Journal, 14. apríl 2014)