232px-Testosteron.svgBara það eitt að giftast veldur lækkun testósteróns hjá karlmönnum. Lee Gettler við mannfræðideild Háskólans við Notre Dame komst að því að feður sem sofa hjá börnum sínum mælast með enn lægra testósterón. Testósterón eykur kynhvöt og er ein leið náttúrunnar til þess að hvetja karla til að finna sér maka auk þess sem það er rót karllægra eiginleika. Lækkun testósteróns hefur þann tilgang í náttúrunni að stuðla að stöðugleika í fjölskyldunni og gerir auk þess karlmanninn að betri föður. Fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á að karlar sem eiga samskipti við börnin sín mælast með lægra testósterón en einstæðir karlar. Náttúran er flókið fyrirbæri en allt hefur ákveðinn tilgang og í þetta skiptið er tilgangurinn talinn vera sá að stuðla að friði og stöðugleika innan fjölskyldunnar.
(PLoS ONE, 7(9): e41559, 2012)