VisindamadurÞað var árið 1991 á árlegum fundi Bandaríska Háskólans í Íþróttafræðum sem Randy Eichner sagði frá því að 20 hjólreiðakeppendur í Evrópu hefðu dáið vegna hjartaslags, kransæðastíflu eða hjartabilunar á tímabilinu 1987-1991. Eichner lagði fram á tilgátu að EPO (erýtrópóíetín) væri um að kenna. Lyfið breytir blóðkornahlutfalli blóðsins sem gerir blóðið þykkra og eykur þannig hættuna á kekkjamyndun blóðsins. Hann var harðlega gagnrýndur á sínum tíma en sagan hefur sýnt fram á að hann hafði rétt fyrir sér. Fleiri íþróttamenn í þolgreinum hafa dáið vegna aukaverkana EPO frá þessum tíma en Eichner skrifaði nýlega í blaðagrein að það væri „skammt á milli sigurs og dauða.“
(Current Report Sports Medicine, 12 (1): 2-3, 2013)