TaflaMegrunMalbandÞað gengur ekki vandræðalaust fyrir vísindamenn að finna hættulaust megrunarlyf í baráttunni við offitufaraldurinn. Sibutramine hefur verið bannað í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem það er talið geta valdið hjartaáfalli, heilablóðfalli eða óreglulegum hjartslætti. Engu að síður er lyfið fáanlegt á svörtum markaði í einstaka löndum – jafn eftirsóknarvert sem það hljómar. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ráðlagði neytendum að hætta notkun megrunarlyfs sem kallast Goodliness Fat-Reducing Capsules vegna þess að það inniheldur sibutramine og fenólþalín. Sibutramine sem einnig er selt sem megrunarlyfið Meridia var tekið af markaði 2010 vegna þess að það reyndist hækka blóðþrýsting og hjartslátt. Fenólþalín er hægðalosandi en hefur engin áhrif á fitulosun og því hafa bæði þessi efni verið talin hættuleg.
(Consumerlab.com, 5. nóvember 2013)