Næringardrykkir voru afskrifaðir fyrir 30 árum þegar öfgafullir notendur sem lifðu nær eingöngu á þeim og fengu einungis 800 hitaeiningar á dag úr þeim mynduðu hörgulsjúkdóma vegna vannæringar.

Í dag hafa þeir hinsvegar komið aftur upp á sjónarsviðið og hafa aldrei verið vinsælli. Menn hafa lært margt á þessum tíma og rannsóknir hafa sýnt að með réttri notkun geta næringardrykkir hjálpað fólki að losna við aukakílóin og halda þeim endanlega í skefjum.

Gerðar hafa verið a.m.k sex rannsóknir á síðastliðnum tveimur árum sem sýna fram á að mataræði sem byggir á næringardrykkjum sem notaðir eru í stað máltíða hjálpa fólki betur að losna við aukakílóin en hefðbundið mataræði með fáum hitaeiningum. 

Fólk sem drakk næringardrykk í stað einnar máltíðar á dag viðhélt léttingu sinni lengur en í eitt ár. Næringarfræðingar hafa varpað fram þeirr spurningu hvort fólk sem drekkur þessa næringardrykki sé á heilnæmu mataræði.

Dr. J.M. Ashley og félagar við Háskólann í Nevada í Bandaríkjunum báru saman fólk sem var á hefðbundnu megrunarmataræði við fólk sem drakk næringardrykki og fékk næringarráðgjöf. Niðurstaðan varð sú að þeir sem drukku næringardrykkina voru á heilnæmara fæði og þeir höfðu tilhneigingu til að velja fjölbreyttara fæði en hinir. 
(Evrópuráðstefna um offitu: útdráttur # 042, 2001)