Sortuæxli er afar hættuleg tegund krabbameins sem nær örugglega dregur þann sem það fær til dauða ef ekkert er að gert. Undanfarin ár hafa fjölmiðlar básúnað tengsl sólbaða við þessa tegund krabbameins. Miklar deilur eru þó uppi um það hvort raunverulega hafi verið sýnt fram á þessi tengsl.Faraldursfræðingurinn Dr. Bernard Ackerman sem birt hefur rúmlega 600 vísindaritgerðir er einn af þeim sem heldur því fram að ekki hafi verið sýnt fram á þessi tengsl, heldur að um getgátur sé að ræða. Tíðni sortuæxla eykst eftir því sem fólk býr lengra frá miðbaug. Þar er þó sólin mest. Hann bendir einnig á að svertingjar og asíubúar fái sortuæxli gjarnan á líkamsparta sem sjaldan njóta sólar. Hvítar konur fái t.d. oftast sortuæxli á fætur, en hvítir karlar á búkinn í stað þess að fá sortuæxli á háls og handleggi sem mun frekar verða fyrir sól. Dr. Ackerman efast um að þau rök sem notuð hafa verið til þess að sýna fram á umrætt samband standist ítarlega skoðun. Enginn hafi útskýrt hvers vegna svertingjar fái ekki síður þessi æxli og þá gjarnan frekar á líkamspörtum sem ekki verða fyrir sól. Margir fái t.d. sortuæxli neðan í iljar, í lófa eða undir neglur. Hann heldur því fram að í þeim rannsóknum sem menn hafa haldið fram að sýni fram á samhengi sortuæxlis og sólbaða hafi ekki verið sýnt fram á orsök og afl eiðingu. Hann gengur jafnvel svo langt að halda því fram að faraldur sortuæxla sé ekki til. Fyrir 30 árum hafi verið kennt að sortuæxli séu auðkennd á því að vera svört, upphleypt og bráðdrepandi. Á þeim tíma hefði verið hlegið að mönnum ef þeir hefðu talið örlitinn fl atann svartann blett vera æxli. Greiningin hafi því tekið breytingum. Í grein sem fjallar um deilu faraldursfræðinga og birtist í New York Times er viðtal við Dr. Ackerman þar sem hann segist verða fyrstur manna til að taka ofan fyrir þeim faraldursfræðingi sem geti sannað tengsl sólbaða við sortuæxli. Ekki sé hinsvegar vísindalegt að fullyrða eitthvað um þessi tengsl án sannana. Sjálfur ráðleggur hann fólki að stunda sólböð í hófi . Ekki vegna hræðslu við sortuæxli, heldur vegna öldrunaráhrifa þeirra á húðina. Þeir sem deila á Dr. Ackerman fyrir að halda þessu fram segja að skýra megi þessi tilfelli sem um er fjallað með því að frumur sem venjulega verji líkamann gegn krabbameini verði óvirkar í mikilli sól, sérstaklega hjá fölu fólki. Þannig sé það ónæmiskerfi ð sem skýri hvers vegna fólk sem býr við litla sól fái frekar sortuæxli. Dr. Ackerman heldur því á móti fram að þar sé um ósannaða kenningu að ræða sem notuð sé til að styðja aðra kenningu sem ekki sé heldur sönnuð. Dr. Ralph Moss sem skrifar í fréttabréfi á cancerdecisions.com gefur til kynna að óeðlilegt samband sé á milli sólarolíuframleiðenda og bandarísku Húðkrabbameinsstofnunarinnar (Scin cancer foundation). Sólarolíuframleiðendur styrki þá verulega og þar sé m.a. að fi nna ástæðu þess að lítið sé fjallað um niðurstöður rannsókna sem sýni fram á að jafnvel sterkustu sólarolíur feli enga vörn í sér gegn sortuæxlum. chetday.com/sunskincancer.htm