HnebeygjaiStock_000006828567SmallÍþróttamenn sem keppa í íþróttum sem byggja á hlaupum eða köstum ættu að æfa hálfbeygjur þar sem lærin fara einungis í 120 gráðu stöðu með miklar þyngdir. Vaxtarræktarmenn eða þeir sem vilja byggja upp mikinn vöðvamassa á neðri hluta líkamans ættu að taka dýpri beygjur þar sem lærin eru a.m.k. samsíða gólfinu – oft kallað 90 gráðu beygjur. Djúpar beygjur leggja meira álag á lærin og betra er að taka 5 endurtekningar með miklar þyngdir en 10 endurtekningar vegna þess að þannig er hægt að leggja meira álag á vöðvana. Samkvæmt rannsóknum Eric Drinkwater og félaga í Ástralíu var lakasta aðferðin til vöðvauppbyggingar neðri hluta líkamans að taka margar endurtekningar með hóflegum þyngdum. Lykilinn að góðum hnébeygjum er að halda bakinu ávallt beinu og nota mjaðmirnar vel þegar farið er niður.
(Journal Strength Conditioning research, 26: 890-896, 2012)