Offita er verða einn erfiðasti fylgifiskur nútímans og því er ekki undarlegt þó allra leiða sé leitað til þess að draga úr þessari hvimleiðu afl eiðingu lífstíls okkar.Kalk hefur nýlega komið upp í umræðunni sem möguleika á að fækka aukakílóunum þar sem nokkrar litlar rannsóknir hafa bent til þess að borði menn kalkríkt fæði, þá frásogist minna af fitu í smáþörmunum og kalkið skili því þannig orku út úr líkamanum sem ella hefði orðið að aukakílóum. Kalk er helst að finna í mjólkurafurðum á borð við ostum, mjólk, skyri og jógúrti. Kenningar hafa áður komið fram um að mjólkurmatur innihaldi efni og hormóna sem hafa áhrif á matarlyst. Breskir vísindamenn sem leituðu að vísbendingum um að kalk í töfluformi eða kalk sem fengið er í gegnum mataræðið stuðlaði að léttingu fundu fátt því til staðfestingar þegar þeir yfirfóru ritgerðir og rannsóknir sem vörðuðu málið (British Journal of Nutrition, 95: 1033-1038, 2006) Vissulega hafa komið fram vísbendingar sem gefa til kynna að kalkríkt mataræði dragi úr frásogi fitu. Var fituinnihald saurs þannig mælt í þeim sem tóku þátt í þeirri rannsókn. Einungis 10 manns voru í því úrtaki sem þykir afar lítið í næringarfræðirannsóknum og því langsótt að skrifa ítarlegar greinar um niðurstöður slíkra rannsókna. Í sjónvarpsþætti á vegum BBC voru þessi meintu áhrif kalks tíunduð nýlega og vöktu mikla athygli. Úrtakið í þeirri umfjöllun var ennfremur alltof lítið til þess að ráðlegt sé að draga endanlegar ályktanir um þessi áhrif kalks. Hinsvegar er vitað mál að kalk er mikilvægt fyrir sterk bein og vöðva. Heimild: International Journal of Obesity 19. júní 2007.