PlakatIslandsmot2014_1600pxDagana 17.-18. apríl fer fram Íslandsmót IFBB í fitness og vaxtarrækt í Háskólabíói. Dagskrá fyrir keppendur liggur nú fyrir og er í meðfylgjandi skjali. Þar má sjá hvar og hvenær keppendur eiga að mæta og í smáatriðum hvernig mótið fer fram. Hafa ber í huga að tímaáætlanir einstakra flokka eru áætlanir og keppendur því minntir á að fylgjast vel með framvindu mótsins. Það hefur annað eins gerst eins og að mótið gangi hraðar fyrir sig en áætlað var.

Miðvikudagur 16. apríl  – Vigtun og mæling keppenda í Háskólabíói.

Mæting kl 18.00

Fitnessflokkar karla, sportfitness og vaxtarrækt

Keppendur muni að koma með geisladisk með tónlist fyrir frjálsar stöður. Diskurinn þarf áður að vera vel merktur nafni keppanda og keppnisflokki. Merkið diskinn áður en mætt er á staðinn. Allir keppendur sem þarf að vigta eða hæðarmæla eru mældir/vigtaðir á keppnisskýlu. Keppendur í sportfitness mæti í keppnisbuxum og fara í hæðarmælingu.

Fitness kvenna, -163 sm, +163 sm, +35 ára, ólympíufitness, unglingaflokkar.

Hæðarmæling. Keppendur í -163 og +163 sm flokkum mæti og eru hæðarmældir í lituðu bikini. Keppnisfatnaður skoðaður hjá öllum. Allir keppendur sem þarf að mæla eða vigta eru mældir/vigtaðir blönduðu bikini.

Mæting kl 19.00

Módelfitness, mæting í Háskólabíó

Hæðarmæling módelfitnesskeppenda. Mæling fer fram í lituðu bikini. Keppendur ættu að mæta í bikiníinu innan undir fatnaði. Unglingar og +35 þurfa ekki að fara í hæðarmælingu en þurfa að sýna keppnisfatnað.

Fimmtudagur 17. apríl

11.00 Húsið opnar fyrir keppendur.

12.00 Forkeppni í fitnessflokkum karla og kvenna og vaxtarrækt.

18.00 Úrslitakeppni í fitness og vaxtarrækt.

 

Föstudagur 18. apríl

10.00 Húsið opnar fyrir keppendur.

11.00 Forkeppni í módelfitness.

18:00 Úrslit í módelfitness.

Teiti í boði Fitnesssport á skemmtistaðnum Austur að loknu móti.

 

Hér fyrir neðan er nákvæm dagskrá. Athugið að hún getur tekið breytingum: