D-vítamín þjónar ákveðnu hlutverki í efnaskiptum kalks og að viðhalda heilbrigði beina og vöðva. Þeir sem stunda litla útiveru í sól og borða lítið af D-vítamínbættum fæðutegundum geta orðið fyrir D-vítamínskorti. Líkaminn framleiðir D-vítamín þegar sólin skín á húðina og því er nauðsynlegt að sjá til sólar öðru hvoru, sérsaklega ef lítið D-vítamín er í fæðunni.  Vísbendingar hafa komið fram um að D-vítamín sé nauðsynlegt til þess að viðhalda vöðvamassa og styrk vegna þess að hlutverk þess í nýmyndun vöðva sé mikilvægt.  Í því sambandi hafa komið fram kenningar um gagnsemi sólbekkjanotkunar til þess að viðhalda vöðvamassa, en þær kenningar hafa verið gagnrýndar vegna tengsla sólbekkjanotkunar við ýmis húðkrabbamein.
(Scandinavian Journal Medicine Science in Sports, 20: 182-190, 2010)