Ákveðið hefur verið að breyta reglum fyrir keppendur í fitness hjá Aljóðasambandi líkamsræktarmanna. Helstu breytingarnar varða stöður keppenda í samanburði og reglur um skó. Reglurnar munu almennt taka gildi á Evrópumóti Alþjóðasambandsins sem fer fram í maí. Hér á landi er ætlunin að þær taki gildi á næsta Íslandsmóti sem fer fram um Páskana. Keppendur eru því hvattir til að kynna sér þær vel og æfa hinar nýju stöður sem sýndar eru hér á eftir. Breytingarnar snerta fyrst of fremst keppendur í fitnessflokki kvenna og karla. Engar breytingar hafa verið gerðar á reglum í módelfitness og vaxtarrækt.Keppendur mega nota sömu gerð af skóm í lotu 2 eins og þeir nota í lotu 3. – Fjórðungssnúningar í fitnesskeppni kvenna eiga að framkvæmast á eftirfarandi hátt (Sjá myndir):
Líkaminn beinn, höfuð og augu horfa beint fram eins og líkaminn, hælar saman, hné saman og bein, maginn spenntur, brjóstið fram og axlir aftur. Vinstri handleggur örlítið aftur fyrir miðjulínu líkamans og ekki rétt alveg úr við olnboga. Þumalfingur og aðrir fingur saman og lófinn sem er ögn kúptur vísar að líkamanum. Staða handleggjanna snýr ögn upp á líkamann um mittið, vinstri öxlin látin síga ögn en sú hægri hækkuð örlítið. Mikilvægt er að ýkja ekki axlastöðuna um of. Keppendur sem taka ekki réttar stöður fá eina viðvörun, en geta átt von á að stig verði dregin af þeim ef þeir fara ekki að fyrirmælum um stöðu.
Líkaminn beinn, höfuð og augu vísa beint fram eins og líkaminn, hælar saman, hné saman og bein, maginn spenntur, brjóstið fram og axlir aftur. Báðir handleggir hanga niður eftir miðju líkamans og ekki rétt alveg úr við olnboga. Þumalfingur og aðrir fingur saman og lófinn sem er ögn kúptur vísar að líkamanum í um 10 sm fjarlægð. Keppendur sem taka ekki réttar stöður fá eina viðvörun, en geta átt von á að stig verði dregin af þeim ef þeir fara ekki að fyrirmælum um stöðu.
Líkaminn beinn, höfuð og augu horfa beint fram eins og líkaminn, hælar saman, hné saman og bein, maginn spenntur, brjóstið fram og axlir aftur. Hægri handleggur örlítið aftur fyrir miðjulínu líkamans og ekki rétt alveg úr við olnboga. Þumalfingur og aðrir fingur saman og lófinn sem er ögn kúptur vísar að líkamanum. Vinstri handleggur afslappaður ögn fram fyrir miðjulínu líkamans og ekki rétt alveg úr við olnboga. Þumalfingur og aðrir fingur saman, lófinn sem er ögn kúptur vísar að líkamanum. Staða handleggjanna snýr ögn upp á efri hluta líkamans til hægri. Hægri öxlin látin síga ögn en sú vinstri hækkuð örlítið. Mikilvægt er að ýkja ekki axlastöðuna um of. Keppendur sem taka ekki réttar stöður fá eina viðvörun, en geta átt von á að stig verði dregin af þeim ef þeir fara ekki að fyrirmælum um stöðu.
Líkaminn beinn, höfuð og augu horfa beint fram eins og líkaminn, hælar saman, hné saman og bein, maginn spenntur, brjóstið fram og axlir aftur. Báðir handleggir liggja niður eftir miðjulínu líkamans, ekki rétt alveg úr við olnboga, þumalfingur og aðrir fingur saman og lófinn sem er ögn kúptur snýr að líkamanum í um 10 sm fjarlægð. Bannað er að spenna vöðvana. Keppendur sem taka ekki réttar stöður fá eina viðvörun, en geta átt von á að stig verði dregin af þeim ef þeir fara ekki að fyrirmælum um stöðu.
Á alþjóðlegum mótum er keppt í fjórum flokkum í fitness karla (Classic bodybuilding). Hér á landi er ekki keppt í fitnessflokki karla þar sem danslota er framkvæmd. Sá flokkur nefnist á enskunni einfaldlega Men´s fitness, en á enskunni nefnist Classic bodybuilding það við köllum fitness karla. Breytingin sem er gerð á reglunum í ár snertir fyrst og fremst þá sem eru yfir 180 sm að hæð í fitness karla. Búið er að bæta við skilgreiningum á því hversu þungir menn mega vera séu þeir hærri en 180 sm. Ennfremur er um breytingar á því við hvaða hæð flokkunin skiptist, en sú breyting hefur lítil sem engin áhrif á það sem fyrir var. Það er keppt í einum opnum flokki í fitnesskeppni karla eins og staðan er í dag, en til þess að vera gjaldgengur í þann flokk þurfa menn að passa inn í eina af þeim formúlum sem gilda um hámarksþyngd miðað við hæð. 1. Upp að og með 170 sm: Leyfileg hámarksþyngd (kg) = hæð (sm)  100 (hámarksþyngd +2 kg svigrúm) Dæmi: Keppandi sem er 170 sm á hæð má mest vera 72 kg 2. Upp að og með 175 sm: Leyfileg hámarksþyngd (kg) = hæð (sm)  100 (hámarksþyngd +4 kg svigrúm) Dæmi: Keppandi sem er 175 sm á hæð má mest vera 79 kg. 3. Upp að og með 180 sm: Leyfileg hámarksþyngd (kg) = hæð (sm)  100 (hámarksþyngd +6 kg svigrúm) Dæmi: Keppandi sem er 180 sm á hæð má mest vera 86 kg. 4. Yfir 180 sm: 4.a Fyrir keppendur sem eru yfir 180 sm að og með 190 sm gildir eftirfarandi formúla: Leyfileg hámarksþyngd (kg) = hæð (sm)  100 (hámarksþyngd +8 kg svigrúm) Dæmi: Keppandi sem er 190 sm á hæð má mest vera 98 kg. 4.b Keppendur sem eru hærri en 190 sm og að og með 198 sm gildir eftirfarandi formúla: Leyfileg hámarksþyngd (kg) = hæð (sm)  100 (hámarksþyngd +9 kg svigrúm) Dæmi: Keppandi sem er 191 sm má mest vera 100 kg. 4.c Fyrir keppendur sem eru hærri en 198 sm gildir eftirfarandi formúla: Leyfileg hámarksþyngd (kg) = hæð (sm)  100 (hámarksþyngd +10 kg svigrúm) Dæmi: Keppandi sem er 198 sm má mest vera 108 kg. Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.