Á alþjóðlegu þingi sem haldið var í Mumbai á Indlandi í nóvember voru samþykktar nokkrar breytingar á reglum í vaxtarrækt og fitness hjá IFBB sambandinu. Fyrir fitnesskeppendur var helst fréttnæmt að ekki er lengur leyfilegt að notast við leikmuni á sviðinu. Ekki er leyfilegt lengur að notast við áhöld á sviðinu sem gætu hugsanlega valdið hættu fyrir aðra keppendur eða sem gætu krafist þess að þrífa þyrfti sviðið.  Breytingar voru samþykktar á hæðarflokkum keppenda. Keppnisflokkarnir verða núna upp að 158 cm, milli 158 og 164 cm, og yfir 164 cm. Ennfremur voru gerðar breytingar á lengd danslotu í íþróttafitness úr 90 sekúndum í 60 sekúndur.
Í vaxtarrækt voru samþykktar þær breytingar að keppendur eru ekki lengur bornir saman með fjórum afslöppuðum snúningum, heldur með fjórum skyldustöðum. 1. Tvíhöfðar að framan, 2. Brjóstkassi frá hlið, 3. Tvíhöfðar að aftan, 4. Magi og læri.
Frjálsar stöður kvenna í vaxtarrækt voru einnig styttar úr 90 sekúndum í 60 sekúndur.