Birta Hörn GuðmundsdóttirNafn: Birta Hörn Guðmundsdóttir
Fæðingarár: 1996
Bæjarfélag: Fáskrúðsfjörður
Hæð: 164
Þyngd: 59
Keppnisflokkur: Módelfitness kvenna unglingafl
Heimasíða eða Facebook: http://facebook.com/birtagudmunds
Atvinna eða skóli: Ég geng í Menntaskólann á Egilsstöðum

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Ég hef verið að fylgjast með fitness keppnum síðan 2012 og þá byrjaði ég að verða forvitin um sportið. Ég var að æfa fótbolta en þurfti að hætta vegna bakmeiðsla fyrir ári síðan (Apríl 2013) og þá greip ég strax tækifærið og ákvað að núna yrði stefnan sett á Íslandsmót 2014 og byrjaði ég bara hægt og rólega að styrkja á mér bakið og hugsa mig um – hvort ég virkilega vildi fara út í þetta. Svo í nóvember 2013 þá fór ég á bikarmótið og varð yfir mig hrifin af þessum duglegu og fallegu stelpum sem stóðu þarna eins og hetjur upp á sviði og geislaði af þeim öllum – þarna vildi ég vera og þá var það ákveðið að keppa á Íslandsmótinu núna um páskana.

Keppnisferill:

Ég er að keppa í mitt fyrsta skipti núna í apríl 2014 á íslandsmótinu.

Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?

Ég er eiginlega bara með einn viðurkenndan stuðningsaðila og er það hárlengingar.is – elska hárið frá þeim og frábær þjónusta og viðtökur.
Svo er systir mín Bergdís Guðmundsdóttir stuðningsaðili númer eitt og hefur hjálpað mér í gegnum súrt og sætt!

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég æfi vanalega sex sinnum í viku þegar ég er ekki að skera niður fyrir mót. Ég legg miklar áherslur á axlir og rass og elska að vinna með þessa vöðvahópa.

Svona lýtur venjuleg vika út hjá mér:

Mánudagur: Axlir
Þriðjudagur: Fætur
Miðvikudagur: Bak + tvíhöfði
Fimmtudagur: Brjóst + þríhöfði
Föstudagur: Axlir
Laugardagur: Rass + Brennsla

Ég hendi oft inn auka brennsluæfingum ef ég er í stuði.

Fyrir mót þá æfi ég 11-12x í viku – lyfti 6x og tek 5-6x brennsluæfingar á morgnanna á fastandi maga í 45-50 mínútur í senn. Þá er líka meira tempó á æfingum og passa ég alltaf að hvíla ekki of lengi inn á milli setta til að halda púlsinum uppi. Æfingaplönin einkennast mikið af supersettum.

En svona er planið 12 vikum fyrir mót:

Mánudagur: Brennsla á morgnanna / Axlir og kviður + 20 min brennsla eftir.
Þriðjudagur: Brennsla á morgnanna / Fætur + 20 min brennsla eftir.
Miðvikudagur: Brennsla á morgnanna/ Bak + 20 min brennsla eftir á.
Fimmtudagur: Brennsla á morgnanna/ Tvíhöfði, kviður og brennsla.
Föstudagur: Brennsla á morgnanna/Brjóst og þríhöfði + 20 min brennsla eftir.
Laugardagur: Axlir og rass + 40 min brennsla

Mér finnst þetta æfingakerfi virka mjög vel fyrir mig og inn á milli hristi ég upp í vikunni til að sjokkera líkamann aðeins og fá smá tilbreytingu.

Hvernig er mataræðið?:

Niðurskurðarmataræðið mitt inniheldur haframjöl, eggjahvítur, kjúkling, fisk, sætar kartöflur og miiiiiiiikið grænmeti. Dæmigerður dagur hjá mér lýtur svona út:

Morgunmatur: 2dl eggjahvítur, 40 gr haframjöl og 10 rúsínur sett í pott/steikt á pönnu. Fjölvítamín, CLA, Lýsi, Omega-3 og Sink.

Millimál: 3 eggjahvítur + 100gr grænt grænmeti

Hádegismatur: 150 gr kjúklingur + 150 gr grænmeti

60 – 90 mín fyrir æfingu: 30 gr haframjöl, hálf skeið prótein, 5gr glutamine og 10 rúsínur – ég blanda þessu bara í vatn og borða eins og graut 🙂

Strax eftir æfingu: Protein og glutamine

Kvöldmatur: 150 gr fiskur + 150 gr grænmeti

Fyrir svefn: Casein + glutamine + 3 Omega-3

Tek út allar sósur og salt svona 5 vikum fyrir mót 🙂

 

Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?

100% Whey professional próteinið frá Sportlíf 🙂

Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?

Ég notast aðallega við mysuprótein, glutamine og CLA. Svo finnst mér gaman að prufa mig áfram í „pre-workoutum“. Svo verð ég að viðurkenna að ég er sannkallaður „amino energy“ fíkill – veit ekki hvar ég væri án þessa drykks. 🙂

Seturðu þér markmið?

Já ég reyni að setja mér eitt markmið fyrir hvern einasta dag sem er bara lítið markmið til að þrauka út daginn. Ég skrifaði þau oft niður á blað, en finnst betra að hafa þau bara fyrir mig og geyma þau í kollinum. Svo á ég mér draumamarkmið sem rífur mig áfram frá degi til dags. En litlu markmiðin finnst mér skipta mestu máli því án þeirra myndi maður aldrei ná draumamarkmiðinu sínu 🙂

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Markmiðin eru klárlega það sem hvetja mig áfram, og að eiga góða að sem eru alltaf til í að hjálpa manni.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?

Á kannski engan uppáhalds keppanda en þær Karina Antovska og Amanda Latona eru svakalega flottar. Yarishna Ayala er samt eiginlega minn uppáhalds kroppur – bæði í keppni og dagsdaglega form hennar.

Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?

ÚFF – Það er alveg ótrúlegt hvað það eru margar fyrirmyndir á litla landinu okkar. Ég gæti talið endalaust upp fallegar stelpur. Þær sem eru á mínum topplista eru Margrét Gnarr, Aðalheiður Ýr og svo finnst mér Katrín Edda eiga skilið top 3 hjá mér.

Uppáhalds lögin í ræktinni?

Nause – Hungry Hearts er lag sem ég byrja næstum hverja einustu brennsluæfingu á. Svo skelli ég símanum bara á shuffle og hlusta á lög alveg frá Bee Gees og upp í Skrillex. Er alger alæta á lög og finnst leiðinlegt að hlusta á sömu lögin aftur og aftur.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Mitt ráð til annarra er sennilega að hver og einn einasti keppandi ætti að vera stoltur af því að hafa komist á endastöð og njóta alls í gegnum þennan feril – ekki einblína of mikið á bikarinn og gleyma öllu hinu, því það skilar ekkert endilega besta árangrinum.