Fjöldi íþróttamanna hefur mikið gagn af styrk og ekki síst krafti. Köst, stökk og sprettir eru háð því að menn séu sterkir og kraftmiklir og því leitast menn við að haga æfingakerfunum þannig að áhersla sé lögð á þessa eiginleika. Beint samhengi er á milli styrks í ákveðnum grunnæfingum og árangurs í íþróttum. Bekkpressa, réttstöðulyfta og sambærilegar æfingar segja töluvert til um frammistöðuna. Mörg æfingakerfi sem notuð eru í dag ganga út frá að íþróttamenn ættu að æfa hreyfingar en ekki endilega vöðva. Grískir vísindamenn hafa sýnt fram á að styrktarframfarir eru svipaðar þegar styrkur og kraftur eru æfðir sitthvorn daginn í stað þess að vera æfðir á sömu æfingunni. Kraftur jókst mest þegar styrkur og kraftur var æfður sitthvorn daginn.
Rannsóknin sem var frekar lítil stóð í sex vikur þannig að það er ekki öruggt að niðurstöðurnar hafi hagnýtt gildi fyrir íþróttamenn sem þurfa að vera kraftmiklir.
(Journal Strength Conditioning Research, vefútgáfa 24. febrúar 2015)