Fjórir íslenskir keppendur kepptu um helgina á Arnolds sports festival mótinu í Bandaríkjunum. Hér er um að ræða eina erfiðustu keppnina sem völ er á fyrir áhugamenn í Bandaríkjunum. Þær Einhildur Ýr Gunnarsdóttir, Sif Sveinsdóttir og Eva Sveinsdóttir kepptu í fitness og Alexandra Sif Nikulásdóttir keppti í módelfitness.

Fór svo að Alexandra og Sif komust áfram í seinni umferð tíu efstu keppenda í sínum flokkum, en hinir komust ekki í úrslit. Valið er síðan í úrslit fimm efstu keppenda en enginn íslensku keppendana komst áfram í úrslit fimm efstu.

Fyrstu fréttir af mótinu hér á fitness.is sögðu frá því að enginn hefði komist í úrslit, sem í sjálfu sér er rétt þar sem þar er miðað við fimm efstu. Hinsvegar er frábær árangur að komast yfir höfuð í úrslit tíu efstu sætana á móti í þessum styrkleika og því vert að benda á það að íslensku keppendurnir mega vera stoltir af árangrinum.

Update: Sif endaði í 6.sæti, Alexandra 8.sæti, Eva Sveins í 12.sæti en Einhildur fékk ekki sæti að þessu sinni.

Heildarúrslit er að finna hérna!

Helst er að sjá myndir á:

RxMuscle.com

 

kv. Einar Guðmann