Margt jákvætt skrifað um hóflega áfengisneyslu, en horfum á heildarmyndina.
Það er ekki ætlunin hér að skrifa á bindindisnótum. Hinsvegar verður að koma sem innlegg í umræðuna að mikið hefur verið skrifað á jákvæðu nótunum um áfengisneyslu og heilsu. Fjallað hefur verið um jákvæð áhrif hóflegrar áfengisneyslu á hjartasjúkdóma og jafnvel sumar tegundir krabbameins.
Allt er þetta gott og blessað, en engu að síður er ekki búið að sýna fram á hrein og klár tengsl áfengis við heilbrigði. Sérstaklega ekki þegar horft er á heildarmyndina. Áfengisneysla getur átt þátt í umferðarslysum, eykur ofbeldi á heimilum sem og almennt. Ennfremur á áfengisneysla þátt í offitufaraldrinum. Bresk rannsókn sem staðið hefur í fimm ár sýnir fram á tengsl áfengisneyslu og offitu. 8,000 breskir karlmenn tóku þátt í könnun þar sem áfengisneysla var m.a. könnuð í upphafi og síðan aftur fimm árum síðar. Þeir sem drukku mest (meira en 30gr) þyngdust. Þeir sem drukku ennfremur að jafnaði og/eða nokkuð mikið þyngdust einnig mest. Hinir sem höfðu dregið úr drykkju höfðu mun frekar tilhneigingu til að léttast. Þrátt fyrir þetta má færa rök fyrir því að mjög hófleg áfengisneysla hafi jákvæð áhrif á heilsuna  en bara hófleg  og það er erfitt fyrir suma. (Am. J. Clin. Nutr., 77: 1312-1317, 2003)