Mynd

Ekki það að þú þurfir fleiri ástæður til þess að halda áfram að æfa í líkamsræktinni eða borða hollt fæði, en vísindamenn við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna komust nýlega að því að mataræði og æfingar geti lækkað áhættuna á að fá sykursýki af tegund tvö verulega. Það ánægjulega við þessa rannsókn er að tíðni þessarar tegundar af sykursýki hefur þrefaldast á síðastliðnum þremur átatugum, aðallega vegna aukinnar offitu meðal almennings sem aftur má rekja til orkukmikils mataræðis, kyrrsetulífs og streitu. Talið er að talsverður fjöldi fólks sé í áhættu gagnvart því að fá þessa tegund sykursýki og því ánægjulegt að sjá að baráttan er ekki vonlaus. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna er með sérstaka forvarnaráætlun gegn sykursýki í gangi en í könnun á vegum hennar voru 3,234 manns rannsakaðir en sumir þeirra voru með skert glúkósaþol en sem oft er undanfari sykursýki, 45% voru úr minnihlutahópum sem þjáðust misjafnlega mikið af sykursýki tvö og huti var einstaklingar sem voru í áhættuhópum, þar á meðal fólk sem var eldra en 60 ára og aðrir sem sykursýki lá í ættinni hjá. Vísindamennirnir skiptu heildarhópnum niður í þrjá hópa af handahófi. Einn hópurinn var settur á mataræði sem var fitulítið og sá hópur æfði í 150 mínútur í hverri viku. Hópur tvö fékk lyfið metformin og þriðji hópurinn fékk lyfleysu. Eftir þrjú ár var hópurinn sem var á fituminna mataræði og stundaði æfingar búinn að léttast um 5% – 7% og hafði dregið úr líkum sínum á að fá sykursýki um 58%. Þeir sem höfðu tekið lyfið metformin höfðu minnkað líkurnar um 31%. Þessi breyting var óháð kynþætti, aldri og kyni. Fram að þessari rannsókn töldu vísindamenn líklegt að æfingar og mataræði gætu snúið við þróun sykursýki tvö, en eftir þessa rannsókn er auk þess ljóst að æfingar og mataræði eru auk þess fyrirbyggjandi. Borðaðu nóg af ávöxtum, grænmeti, korni og mögru kjöti. Það þjónar ekki eingöngu góðum tilgangi líkamsræktarinnar vegna heldur er það einnig heilsusamlegt og fyrirbyggjandi.