Hollendingarnir Thijs Althof, Aad Althof og Robert-Jan van Heeckeren hafa líklega slegið heimsmet í líkamsræktarmaraþoni. Þeir æfðu samfellt í rúmlega sólarhring.Þeir félagar æfðu að hætti vaxtarræktarmanna og æfðu þannig alla líkamsparta. Eftir þrekraunina var haft eftir þeim að þetta hefði verið ótrúlega erfitt. Hefðbundin æfing tekur einn til tvo klukkutíma en þeir ákváðu eftir eins árs undirbúning að reyna að setja met. Oftast æfðu þeir 5  6 sinnum í viku og tóku af og til 4  5 klukkustunda langar æfingar. Á þessum sólarhring sem þeir félagar æfðu léttust þeir að meðaltali um 3  4 kíló þrátt fyrir að hafa innbyrt töluverðan vökva. Á hverjum klukkutíma æfðu þeir tvo til þrjá líkamsparta og tóku af og til 15  25 mínútna þolæfingar. Fylgst var vel með þeim félögum í beinni útsendingu frá sjónvarpsstöð sem fylgdist af og til með gengi þeirra félaga. Þeir félagar sluppu við öll meiðsl eða vandamál á meðan þrekrauninni stóð og eftir 3  4 daga voru þeir búnir að jafna sig að mestu og byrjuðu aftur að æfa. 10 dögum síðar voru þeir búnir að þyngjast aftur um þessi kíló sem þeir töpuðu í þrekrauninni.