eiturlyf23Fyrir skömmu fögnuðu kanabisneytendur í Colorado í Bandaríkjunum þegar neysla? á marijuana var lögleidd í lækningaskyni. Talið er líklegt að lögleiðingin eigi eftir að breiða úr sér og ná til fleiri fylkja innan Bandaríkjanna. Mikil umræða átti sér stað áður en kosið var um lögleiðinguna en stuðningsmenn hennar halda því fram að eiturlyfið sé skaðlaust og að lögleiðing dragi úr ofbeldi sem tengist eiturlyfjamarkaðinum í Bandaríkjunum og Mexícó. Dr. Samuel Wilkinson sem er sálfræðingur við Yale háskóla komst að þeirri niðurstöðu að marijuana notkun auki hættuna á geðklofa. Geðklofi er mjög alvarlegur geðsjúkdómur. Áhættan á því að fá þennan hættulega sjúkdóm eykst um 200% hjá þeim sem nota mikið af marijuana á táningsaldri. Marktækur hluti fanga í fangelsum og útigangsmanna í bandaríkjunum eru með geðklofa. Þjóðfélagið hér þarf því að vega og meta af alvöru hvort kostirnir við lögleiðingu marijuana nægi til að réttlæta lögleiðinguna.

(The Wall Street Journal, 1. júlí 2013)