Um IFBB – Alþjóðasamband líkamsræktarmanna

Alþjóðasamband líkamsræktarmanna (IFBB) fer með yfirstjórn vaxtarræktar- og fitnessmóta á heimsvísu og var stofnað af bræðrunum Joe og Ben Weider árið 1946 í Montreal í Kanada. Alls eiga 192 lönd aðild að IFBB sem heldur um 2000 mót á ári víðsvegar um heiminn. Helstu mótin sem haldin eru á vegum IFBB eru heimsmeistaramót karla í vaxtarrækt,  heimsmeistaramótið í fitness, heimsmeistaramót unglinga og öldunga í fitness og vaxtarrækt og Arnold Classic áhugamannakeppnin.

IFBB er íþróttasamband. Það er aðili að SportAccord (Heimssamtökum alþjóðaíþróttasambanda), heimsleikunum (IWGA), UNESCO, ICSSPE og ýmsum öðrum virtum alþjóðlegum samböndum og er eina viðurkennda alþjóðlega íþróttasambandið í heiminum sem heldur vaxtarræktar- og fitnessmót og starfar í samræmi við reglur WADA (World Anti-doping Agency).

Fitness á Íslandi

Hér á landi er það Fitness á Íslandi ehf sem fer með umsjón fitnessmóta á vegum IFBB alþjóðasambandsins. Fyrsta Íslandsmótið undir merkjum IFBB var haldið hér á landi 1982. Í forsvari eru Einar Guðmann sem er stjórnarformaður og Sigurður Gestsson sem er framkvæmdastjóri. Félagið starfar eftir reglum sem varða félög sem sinna íþróttastarfsemi.

Keppnisgreinarnar

Keppt er í ellefu keppnisgreinum:

  • Vaxtarrækt (bodybuilding)
  • Fitness karla (men´s classic bodybuilding)
  • Fitness karla með danslotu (men´s fitness)
  • Sportfitness karla (men´s physique)
  • Ólympíufitness kvenna (women´s physique)
  • Fitness kvenna (women´s body-fitness)
  • Módelfitness (women´s bikini fitness)
  • Fitness kvenna með danslotu (women´s fitness)
  • Wellness (Wellness)
  • Parakeppni (mixed pairs)
  • Barnafitness (children fitness)
  • Hjólastólavaxtarrækt (men´s wheelchair bodybuilding)

Sérstök umfjöllun um keppnisgreinarnar er hér.

Haldin eru yfir 2.000 mót á ári, svæðisbundin, landsmót, heimsálfumót og heimsmeistaramót.

Meira en 100 milljónir manna æfa reglulega í æfingastöðvum í sex heimsálfum.