Bikarmót Þrekmeistarans fór laugardaginn 5. maí í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þær Kristjana Hildur Gunnarsdóttir frá Keflavík og Hanna Málmfríður Harðardóttir frá Egilstöðum bættu báðar gildandi Íslandsmet. Kristjana bætti eigið met í opnum flokki kvenna um rúmlega eina mínútu þar sem hún fór á tímanum 16:29 en Hanna sem keppti í flokki kvenna eldri en 39 ára fór á tímanum 17:34 og bætti þannig sömuleiðis eigið met um eina og hálfa mínútu.Einstaklingsflokkur kvenna opinn 16:29:13 Kristjana Hildur Gunnarsdóttir Lífsstíll 17:34:53 Hanna Málmfríður Harðardóttir Héraðsþrek Egilsstöðum 17:52:71 Kristbjörg Sigurðardóttir Boot Camp og Laugar 18:41:04 Gyða Arnórsdóttir Hressó 19:32:48 Helena Ósk Jónsdóttir Lífsstíll, Reykjanesbæ 19:39:06 Jóna Sigurðardóttir Sporthúsið 19:41:33 Þuríður Árdís Þorkelsdóttir Lífsstíll 20:25:82 Sunna Guðmundsdóttir Sporthúsið og Boot camp 20:31:03 Ragnhildur Þórðardóttir Hreyfing 20:32:96 Bjarney Annelsdóttir Lífsstíll 20:55:99 Ólöf Sigríður Einarsdóttir Boot Camp 21:37:89 Þórdís Rósa Sigurðardóttir Vaxtarræktin 21:44:17 María Hreinsdóttir 22:02:56 Hrönn Guðmundsdóttir Laugar 22:10:71 Marianne Sigurðardóttir Íþróttahúsið Vesturgötu 22:26:32 Hildur Edda Grétarsdóttir Boot Camp 22:39:13 Ásta Katrín Helgadóttir Lífsstíll 22:57:11 Barbara María Geirsdóttir Vaxtarræktin Akureyri 24:12:11 Fríða Ammendrup Hnefaleikafél. Hafnarfj. 25:01:48 Regína Kristjánsdóttir Hressó 25:15:52 Hafdís Sigurðardóttir Vaxtarræktin Ak 27:27:73 Laufey Hreiðarsdóttir Átak Heilsurækt 33:37:90 Jakobína Jónsdóttir Boot Camp Einstaklingsflokkur karla – opinn Æfingastöð 17:06:25 Vikar Karl Sigurjónsson Lífsstíll Keflavík 17:14:48 Evert Víglundsson World Class Laugar 17:24:16 Leifur Geir Hafsteinsson Sporthúsið 18:01:81 Hilmar Þór Ólafsson World Class 18:19:30 Guðlaugur B. Aðalsteinsson vaxtarraektin 19:41:34 Árni Heiðar Ívarsson Studio Dan 20:06:49 Gunnar Örn Arnarsson BootCamp 20:19:94 Daníel Þórðarson Lífsstíll Keflavík 21:26:12 Daníel Pétur Axelsson Bootcamp 21:54:41 Ómar Ómar Ágústsson BootCamp 23:23:66 Axel Ernir Viðarsson Bjarg 24:57:93 Kristinn Jónsson Stúdíó Dan 26:22:82 Elías J. Friðriksson Hressó Liðakeppni kvenna Æfingastöð 13:57:59 5 fræknar Lífsstíll 16:05:25 Stelpurnar Lífsstíll 16:15:38 Rauðu djöflarnir eldri Hressó 17:52:96 Skýrr-Skörungar Laugar 18:34:84 Glitnis Gyðjurnar World Class Liðakeppni karla Æfingastöð 13:24:69 Hot Dogs World Class 14:36:67 Lífsstíll BEST í Heimi Lífsstíll Keflavík 16:07:99 Rauðu djöflarnir eldri Hressó
Í flokkum einstaklinga eldri en 39 ára sigruðu þau Guðlaugur B. Aðalsteinsson frá Vaxtarræktinni á Akureyri og Hanna Málmfríður Harðardóttir frá Héraðsþreki á Egilstöðum. Guðlaugur fór á 18 mín og 19 sek en Hanna á nýju Íslandsmeti – 17 mín og 34 sek. Hanna hafnaði ennfremur í öðru sæti í opnum flokki á eftir Kristjönu en Kristjana bætti eigið Íslandsmet um rúmlega eina mínútu sem verður að teljast frábær árangur. Kristjana sem æfir í Lifsstíl í Reykjanesbæ hefur verið í stöðugri framför á undanförnum mótum og var að vonum ánægð með að hafa bætt eigið met.
Vikar fór á tímanum 17 mín og 6 sek sem dugði honum til sigurs í einstaklingsflokki karla. Í liðakeppni kvenna voru það 5 fræknar sem sömuleiðis æfa í Lífstíl í Reykjanesbæ sem náðu besta tímanum. 13. mín og 57 sek, en það er einni sekúndu frá gildandi Íslandsmeti. Íslandsmetið stóð því af sér harða atlögu frá þeim 5 fræknu en í undanförnum keppnum hefur reynst sífellt erfiðara að bæta Íslandsmetin. Í liðakeppni karla voru það liðsmenn Hot Dogs frá World Class sem sigruðu á tímanum 13. mín 24 sek. Í flokki liða eldri en 39 ára voru það hinsvegar Rauðu Djöflarnir eldri frá Hressó í Vestmannaeyjum sem urðu í fyrsta sæti á tímanum 16:07:99. Íslandsmetið í þeim flokki er 14:07 sem þeir Nöldur og nagg eldri frá Akureyri eiga og er það líklega lífseigasta Íslandsmetið á Þrekmeistaranum þar sem það hefur staðið óhaggað í tæp 3 ár. Íslandsmetin í liðakeppninni stóðust því að þessu sinni en næsta þrekmeistaramót sem er sjálft Íslandsmótið mun fara fram í byrjun nóvember síðar á þessu ári.